Vísindadagur OR og ON föstudaginn 20. mars

Hinn árlegi Vísindadagur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Orku náttúrunnar (ON) verður haldinn 20. mars nk. Allir velkomnir!

Á Vísindadeginum eru kynnt margvísleg verkefni sem unnin eru af starfsfólki og/eða samstarfsaðilum OR og ON. Dagskráin hefst með morgunkaffi á þaki Orkuveituhússins (Bæjarhálsi 1) þar sem fylgst verður með sólmyrkvanum.

Á meðal umfjöllunarefna verða CarbFix og SulfFix verkefnin við Hellisheiðarvirkjun, vistheimt við jarðgufuvirkjanir og margt fleira. 

Sjá dagskrá Vísindadags hér

Skráning hér

 

 

Generic Image
Hraun og gufa á Hengilssvæðinu