Vinnuslys á Hellisheiði

Starfsmaður verktakafyrirtækis sem vinnur fyrir ON lenti í vinnuslysi í Hellisheiðarvirkjun í morgun.

Það var um klukkan hálf ellefu að maðurinn, sem var að vinna við 400 volta tengiskáp, fékk í sig straum við skammhlaup í búnaðinum í skápnum. Hann brenndist á öðrum framhandlegg en gekk óstuddur af vettvangi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Ekki er vitað hversu mikil meiðsl hans eru en atvikið er, eins og öll slys, litin mjög alvarlegum augum. Lögregla var kvödd til ásamt fulltrúa Vinnueftirlitsins og fara þessir aðilar með rannsókn slyssins.

hellisheidi-web.jpg