Viltu vera ON í sumar?

Laus eru til umsóknar sumarstörf í landgræðslu við Hellisheiðarvirkjun ásamt sérverkefni fyrir háskólanema á viðskipta- og tæknisviðum.

Við val á starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum frá vinnuskólum eða fyrri vinnuveitendum. Til að sækja um sumarstarf þarft þú að vera fædd(ur) 1998 eða fyrr. 

Hjá ON er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. Við hvetjum jafnt stúlkur og pilta til að sækja um störfin.

Við erum öll tengd við náttúruna 

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. 

 Sækja um sumarstarf

Generic Image
Sumarstörf ON 2015