Viltu vera ON í sumar?

Við leitum að jákvæðu og framtakssömu fólki í fjölbreytt sumarstörf.

Eftirfarandi sumarstörf eru í boði:

  • Landgræðsla við Hellisheiðarvirkjun
  • Jarðhitasýning ON
  • Ýmis sérverkefni fyrir iðnnema, menntaskóla- og háskólanema
     

Sótt er um störfin á ráðningavef ON (smelltu hér) þar sem nánari upplýsingar er að finna. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um störfin í gegnum netfangið starf(hjá)on.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2017. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. apríl 2017.

Við hvetjum jafnt stelpur og stráka til að sækja um.

Sumarstarfsfólk