ON lykillinnON lykillinn

Viðskiptaskilmálar ON-lykla og ON-appsins

Almennt um viðskiptaskilmála ON-lykla, umsókn og útgáfu þeirra

Viðskiptaskilmálar þessir gilda fyrir ON-lykla og snjallsímaforrit frá ON, sem tengd eru með greiðslukorti. Úttektir eru gerðar með ON-lykli og innheimtar með færslu um kortareikning viðkomandi ON-lykils. Innheimta kortafærslu fer eftir skilmálum viðkomandi kortafyrirtækis. Skilmálar þessir eru samþykktir við skráningu í viðskipti á vefsíðu ON. Að öðru leyti teljast þeir samþykktir við fyrstu greiðslu og notkun á ON-lykli. Orka náttúrunnar, kt. 521213-0190, Bæjarhálsi 1, gefur út ON-lykla og ON appið. Sótt er um ON-lykla á vefsíðu ON eða í síma 591 2700. ON appið er sótt í gegnum snjallsíma í Google playstore og IOS Appstore.

ON-lykill er eign ON en meðferð og notkun hans er alfarið á ábyrgð skráðs handhafa lykilsins. Handhafa lykils ber að kynna sér vandlega viðskiptaskilmála þessa. ON áskilur sér rétt til að loka og/eða afvirkja ON-lykil fyrirvaralaust ef um misnotkun eða vanskil er að ræða. Skráður handhafi ON-lykils skuldbindur sig til að greiða að fullu úttektir sem framkvæmdar eru með ON-lykli og í samræmi við gildandi verðskrá ON fyrir rafhleðslur á hverjum tíma.

Notkun upplýsinga

Í umsóknarferli ON-lykils er m.a. óskað eftir netfangi og símanúmeri. ON kann að nýta áðurnefndar upplýsingar til að senda skráðum viðskiptavin ON-lykils SMS, tölvupóst um tilboð og/eða í sambærilegum markaðslegum tilgangi. Óski viðskiptavinur ekki eftir því að fá SMS eða tölvupóst er einfalt að afþakka það t.d. inn á Mínum síðum ON, með því að senda tölvupóst til on@on.is eða hringja í þjónustuver ON í síma 591 2700.

Týndur ON-lykill

Glatist ON-lykill skal handhafi þegar í stað aftengja lykilinn greiðslukorti á vefsíðu ON (mínum síðum). Jafnframt er unnt að tilkynna það í símanúmer ON 591 2700 (opið allan sólarhringinn allt árið). Handhafi lykils ber fulla ábyrgð á úttektum með glötuðum lykli þar til lykill hefur verið aftengdur greiðslukorti .

Viðskiptaskilmálabreyting

ON áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum. Breytingar á viðskiptaskilmálum taka gildi við birtingu þeirra á heimasíðu ON.

Ágreiningur

Rísi mál vegna brota á viðskiptaskilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Sama á við um innheimtumál sem rekin kunna að vera vegna úttekta með ON-lykli.

Gildistími viðskiptaskilmála

Viðskiptaskilmálar þessir gilda frá 1. janúar 2018.