Vetrarstillur auka líkur á meiri styrk brennisteinsvetnis

Næstu daga er spáð aust-norðaustanátt og frosti á höfuðborgarsvæðinu.

Við slíkar vetrarstillur versna loftgæði almennt. Líkur eru á auknum styrk brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu því það dregur úr dreifingu brennisteinsvetnis með gufunni frá virkjunum á Hengilssvæðinu og það slæðist frekar með jörðu. Þessar aðstæður verða viðvarandi fram á nýársdag.

Nánari upplýsingar um brennisteinsvetni tengt jarðhitanýtingu á Hengilssvæðinu, þar á meðal um árangur af niðurdælingu þess í jarðlög

Generic Image