Vetrarhátíð Reykjavíkur

ON er stoltur styrktaraðili Vetrarhátíðar 2015, sem haldin er í þrettánda sinn 5.-8. febrúar 2015.

Hátíðin einkennist af ljósi og mögnuðu myrkri og er fjöldi áhugaverðra viðburða á hátíðinni og má nánar lesa um þá á vefsíðu Vetrarhátíðar.

ON stendur fyrir ljósmyndasamkeppni á meðan á hátíðinni stendur og er áhugasömum bent á Facebook síðu ON. Það eina sem þarf að gera til að vera með er að nota #ljosimyrkri á myndum sínum á Facebook eða Instagram.

Góða skemmtun!

Generic Image
Hallgrímskirkja upplýst á Vetrarhátið