Verkefni

Litlu laxabörnin úr Andakílsá

Í laxeldisstöðinni Laxeyri í Húsafelli er Orka náttúrunnar með um 70 þúsund myndarleg laxaseiði sem tekin voru í klak úr Andakílsá. Þessum seiðum verður sleppt í ánna á næstu árum til að byggja upp laxastofninn og bæta fyrir raskið sem varð þegar mikið magn af aur barst í ánna vorið 2017 vegna ástandsskoðunar á stíflumannvirkjum.

Á Laxeyri eru einnig laxahrogn sem tekin voru í klak í haust úr Andakílsá og áætlað er að sleppa sem seiðum vorið 2021. Hrognin munu líklega klekjast út í janúar 2020 og verður því gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna á nýju ári.