Verkefni

Jafnrétti er okkar hjartans mál!

Við leitum reglulega að jákvæðum og námsfúsum iðnnemum sem eru búnir með grunndeild í vél- eða rafvirkjun og langar til að bætast í hóp þeirra iðnnema sem vinna sinn námssamning hjá okkur í Hellisheiðarvirkjun. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika kynja í nemahópnum og trúum því að jafnrétti sé lykillinn að góðum vinnustað.

Við bjóðum upp á metnaðarfullan námssamning þar sem nemendur geta klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf – við teljum því tækifærin fyrir iðnnema vera hjá okkur.

Frestur til að sækja um námssamning er 13. nóvember 2019