Verkefni

Yfir 1.500 birkitré gróðursett til kolefnisbindingar

Í sumar gróðursetti landgræðsluhópur Orku náttúrunnar um 1.500 birkitré í raskað land við Nesjavallavirkjun. Landsvæðið sem plantað var í er um einn hektari að stærð eða eins og einn fótboltavöllur.

Næsta sumar er stefnt á að halda áfram gróðursetningum í kringum virkjanasvæðin. „Markmiðið með gróðursetningunni er að binda kolefni og að vernda íslenska náttúru. Við veljum íslenska birkið þar sem það bindur vel koltvísýring og er í takt við annan gróður á svæðinu“ segir Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri ON.

ON gróðursetning 2019