Vertu ON – fyrir umhverfið!Vertu ON – fyrir umhverfið!

Vertu ON – fyrir umhverfið!

Orka náttúrunnar er brautryðjandi þegar kemur að framleiðslu á umhverfisvænni orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki og hefur leitt öflugt nýsköpunarstarf á því sviði um árabil. Okkar markmið er að verða kolefnishlutlaus árið 2030!

Að vera eða vera ekki ON?

Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum að rafmagni sem sjálfsögðum hlut. Hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins? Stutta svarið er nei. Rafmagn er ekki bara rafmagn því það skiptir öllu málið hvernig það er unnið og farið með auðlindina.

Velkomin í viðskipti

Notum minna og nýtum betur

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta betur og nota minna því það er hinn raunverulegi sparnaður. Hér koma nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir alltaf að velja ON:

  • ON er eina íslenska orkufyrirtækið sem notar Carbfixaðferðina til að breyta gasi í grjót og minnka þannig koltvísýring og brennisteinsvetni úr andrúmsloftinu
  • ON er brautryðjandi í framleiðslu á 100% umhverfisvænni orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki
  • ON ætlar sér að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030
  • ON stundar fjölmargar rannsóknir og nýsköpun sem tryggja komandi kynslóðum meiri lífsgæði
  • ON býður rafbílaheimilum 20% afslátt af heimilisrafmagni og 20% afslátt af hleðslustöðvum
  • ON ræktar birkiskóga til að binda koltvísýring
  • ON flýtir fyrir orkuskiptum með neti hleðslustöðva hringinn í kringum landið
  • ON heldur uppá gróðurþekju í öllum framkvæmdum og nýtir hana til að græða aftur upp náttúrulegan gróður
  • ON hvetur viðskiptavini sína til að nýta betur og nota minna því það er hinn raunverulegi sparnaður!
  • ON gefur út gagnlega Orkumola sem stuðla að minni sóun og meiri meðvitund í þágu umhverfisins

Hvað kostar að vera ON?

Mantra Orku náttúrunnar er að nýta betur og nota minna því þannig græða allir og ekki síst náttúran okkar og auðlindin. Meðalstórt húsnæði á Íslandi greiðir í kringum 3.000 kr. í rafmagnsreikning á mánuði mv. að notkunin sé í kringum 350 kWs. Það eru þó ýmsar leiðir til að ná niður notkuninni og lumum við á mörgum góðum ráðum sem við hvetjum viðskiptavin okkar til að kynna sér.

Hér er miðað við 8,1 kr/kWs og að notkun á mánuði sé um 350 kWs. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við rafmagnsdreifingu, sem er innheimtur af þeirri dreifiveitu sem tilheyrir hverju sveitafélagi.

  • Stórt heimili: 5-6 einstaklingar = 5.000 kr. á mánuði
  • Meðal heimili: 4 einstaklingar = 3.000 kr. á mánuði
  • Lítið heimili: 2-3 einstaklingar = 2.000 kr. á mánuði

Góð sparnaðarráð

  • Ef þú setur 8 sinnum í viku í þurrkarann kostar það rúmar 10 þúsund krónur á ári.
  • Gott ráð er að fullþurrka ekki þvottinn heldur bara skella honum inn í þurrkarann í 10 mínútur og hengja síðan á þvottagrindina. Þannig verður þvotturinn eins og nýstraujaður þegar hann er orðinn þurr.
  • Sjá fleiri góð sparnaðarráð hér.

Skoða verðskrá