Uppfærðar hlöður ON – betri þjónusta

Við höfum nú uppfært tvær af eldri hlöðum okkar, á Akranesi og Fitjum í Reykjanesbæ. Á báða staði eru nú komnar nýjar hraðhleðslur. Þær eru með CCS og CHAdeMO hraðhleðslutengjum auk Type 2 tengis, sem nota má um leið og aðra hvora hraðhleðsluna. Nýju hleðslurnar eru af gerðinni ABB sem reynst hafa stöðugri og traustari í rekstri en eldri gerð.

Upplýsingar um stöðuna í hlöðum ON má finna hér á vefnum sem og í ON hleðsluappinu.

Sækja ON hleðsluappið fyrir android

Sækja ON hleðsluappið fyrir iOS

ON-hlöður-uppfærðar
Uppfærðar hlöður ON