Umhverfisvænar boranir á Nesjavöllum

Á Nesjavöllum er nú verið að bora um 2.000 metra djúpa vinnsluholu til þess að afla uppbótargufu fyrir virkjunina.

Borinn Þór er notaður til verksins og er hann knúinn af rafmagni frá Nesjavallavirkjun. Áætlað er að borunin taki um 34 daga en hún hófst í lok apríl og stendur yfir fram í miðjan júlí.

Með því að bora með rafmagni sparast um 170.000 lítrar af olíu og 460 tonn af CO2 – sem samsvarar útblæstri u.þ.b. 100 bensínbíla á ársgrundvelli*.

Að meðaltali gefa vinnsluholur á Nesjavöllum um 7,5MW af raforku og geta framleitt um 100 sekúndulítra af heitu vatni. Vonir standa til þess að nýja holan verði enginn eftirbátur annarra holna. Heildarafkastageta Nesjavallavirkjunar er 120 MW af rafmagni og 1.640 sekúndulítrar af heitu vatni.

*Heimild: Orkusetur

Borinn Þór
Borinn Þór á Nesjavöllum