Tilnefning til íslensku vefverðlaunanna

Nýr og endurbættur vefur ON sem fór í loftið nú í byrjun janúar, hefur hlotið tilnefningu til vefverðlauna hjá SVEF, Samtökum vefiðnarins.

Tilnefningin er innan flokksins, besti fyrirtækjavefurinn meðal stærri fyrirtækja. Við erum bæði ótrúlega þakklát og stolt af þessari tilnefningu sem og nýja vefnum okkar. Vefurinn var unninn í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf og vefstofuna Kosmos og Kaos sem hjálpaðu okkur að gera hugmyndina að veruleika.

Það eru sjö sérfræðingar í vefmálum sem munu velja vefsíður ársins en það voru tæplega 140 verkefni sem bárust inn til dómnefndar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 30. janúar í Gamla Bíó.

 

Generic Image
Forsíða nýja ON vefsins