Hafa samband Netspjall
Sumarstarfsfólk.

Viltu vera ON í sumar?


Sumarstörf 2019

Við leitum að jákvæðu og framtakssömu fólki í fjölbreytt sumarstörf á orkumiklum og skemmtilegum vinnustað. Starfstímabilið er frá lok maí og fram í ágúst.


Flokkstjórar landgræðslu á virkjanasvæði ON

Um er að ræða fjölbreytt störf við landgræðslu á virkjanasvæðum ON ásamt almennum garðyrkjustörfum. Sem flokkstjóri færðu að vinna með og stýra vinnuhópi ásamt því að stýra verkefnum á verkstað. Til að sækja um störfin þarft þú að vera mennta- eða háskólanemi og vera 20 ára á árinu.

Gagnavinnsla og skráning í verkumsjónarkerfi

Verkefnið felst í gagnavinnslu og -skráningu í verkumsjónarkerfi teymis götuljósa og hlaða. Til að sækja um þarf að vera nemi í tækni eða verkfræði.Skráning á teikningasafni virkjanareksturs ON

Verkefnið felst í að fara yfir allar véla- og rafmagnsteikningar og bæta inn í leitarskilyrði (eins og KKS númer) til að auðvelda leit, ásamt því að vinna við endurskipulag á skjölum virkjanareksturs. Til að sækja um þarftu að vera nemi í verk- og /eða tæknifræði.

 

Móttaka gesta Jarðhitasýningar ON

Hlutverk sumarstarfsfólks Jarðhitasýningar er að taka á móti gestum sýningarinnar, veita leiðsögn og sinna almennum þjónustustörfum í móttöku, á kaffihúsi og í verslun sýningarinnar í Hellisheiðarvirkjun. Starfið felur í sér tækifæri til að taka á móti fólki alls staðar að og kynna það fyrir sérstöðu Íslands í nýtingu jarðhita.

Mælikvarðar, gagnagreining og -skráning

Kannt þú að greina gögn og setja þau fram á spennandi og upplýsandi máta? Getur þú tileinkað þér færni í notkun ýmissa tölvukerfa á skömmum tíma? Ert þú nemi í verk- eða tölvunarfræði? Þá erum við að leita að þér! Dæmi um verkefni: Setja upp mælikvarða á kostnaði, öryggi og framvindu fjárfestingaverkefna út frá gögnum sem til eru. Greina þarfir á endurbótum kerfa. Skráningar gagna í ýmis tölvukerfi, t.d. teikningar og önnur gögn í gagnavistu. Og margt margt fleira.