Styrkur H2S yfir sólarhringsmörkum í Hveragerði

Rétt eftir miðnætti þann 28. nóvember fór styrkur brennisteinsvetnis yfir sólarhringsmörk, 50 míkrógrömm á rúmmetra, í Hveragerði.

Kalt var í veðri og hæg norðvestananátt svo að hitahvörf mynduðust, sem urðu því valdandi að styrkurinn í Hveragerði varð svona hár. Samkvæmt veðurfræðingi ætti veður að fara hlýnandi uppúr hádegi og því ekki líkur á því að styrkur brennisteinsvetnis verði áfram hár.

Generic Image