Styrkur brennisteinsvetnis 26. desember

Talsverðar líkur eru á að styrkur brennisteinsvetnis - H2S mælist yfir 150µg/m3 í meira en þrjár klukkustundir samfellt aðfaranótt 26. desember.

Spáð er austanátt að kvöldi jóladags og mjög líklega verður óhagstæð dreifing þá um nóttina og fram á morguninn í um 6-9 klst. Hins vegar lítur úr fyrir heldur meiri vindstyrk að morgni 26. desember. Við það dregur úr frosti, hitahverfið eyðist og blöndun eykst.

Generic Image
Hengilsvæðið