Stefán Fannar til liðs við ON

Stefán Fannar Stefánsson hefur tekið til starfa sem sölu- og viðskiptastjóri fyrirtækjamarkaða ON. Fyrirtækjamarkaður ber ábyrgð á rafmagnssölu, þjónustu og ráðgjöf við þau fjölmörgu fyrirtæki um land allt sem eru í viðskiptum við ON.

Stefán Fannar útskrifaðist með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og lauk MBA gráðu frá Copenhagen Business School árið 2008. Þann áratug sem liðinn er frá því Stefán Fannar lauk meistaraprófi starfaði Stefán Fannar hjá fjarskiptafyrirtækinu Ericsson. Hann bjó í Kaupmannahöfn en vann fyrir fyrirtækið á heimsvísu við innkaupa- og birgjastýringu ásamt stefnumótun. Hann starfaði við sölu og viðskiptastýringu hjá Vodafone 2002-2006 og var sölustjóri hjá Tæknivali á árunum 2006-2007.

Stefán Fannar Stefánsson
Stefán Fannar Stefánsson