Spurt og svarað um Hverahlíðarlögn

Fór lögnin í umhverfismat?

Gerð var formleg fyrirspurn til Umhverfisstofnunar um það hvort umhverfismats væri þörf. Niðurstaða stofnunarinnar var að svo væri ekki. Þess má geta að þegar höfðu umhverfisáhrif heillar virkjunar í Hverahlíð verið metin.

Er lögnin sýnileg?

Já, hún sést þó kapp hafi verið lagt á að velja lagnaleið sem gerir lögnina síður sýnilega frá Suðurlandsvegi

Er hægt að komast yfir lögnina?

Já. Fyrir utan Suðurlandsveginn sjálfan, geta þeir sem eiga leið um heiðina utan vegar – til dæmis gangandi, ríðandi, á skíðum eða vélsleðum – komist yfir hana á fimm stöðum. Þeir staðir eru merktir á aðgengilegum kortum og skrám fyrir GPS tæki sem Orka náttúrunnar hefur gefið út.