Sóknarfæri á sviði loftslagsmála

Þriðji hugmyndafundur Festu og fyrirtækja um setningu markmiða hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs var haldinn 24. febrúar sl.

Fundinn sóttu rúmlega 30 fulltrúar loftslagsmála frá fyrirtækjum sem skrifað hafa undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar.

Marta Rós Karlsdóttir forstöðumaður auðlinda hjá ON og Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR fjölluðu um hvernig OR samstæðan hefur gert grein fyrir sínu umhverfisbókhaldi í áraraðir og hvaða sóknarfæri ON hefur í að gera enn betur á sviði loftslagsmála. Þá fjallaði Birna Sigrún Hallsdóttir frá Environice almennt um loftslagsmál í samhengi Kyoto bókunarinnar og Parísarfundarins sem haldinn var í desember síðastliðnum. 

Að lokum kynnti Marta Rós niðurstöður vinnuhóps um hvernig aðildarfyrirtæki að loftslagsyfirlýsingunni geti á samræmdan hátt gert grein fyrir sínum markmiðum og árangri um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangi sem til fellur vegna starfsemi þeirra.

Fjörugar umræður sköpuðust um efnið.

Festufundur - Marta Rós
Marta Rós Karlsdóttir