ON skrifar undir loftslagsyfirlýsingu

ON er á meðal 103. fyrirtækja sem hafa skráð sig fyrir yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum.

Þetta er fjölbreyttur hópur fyrirtækja sem hvert með sínum hætti hyggst draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang í starfsemi sinni. Borgarstjórinn í Reykjavík og fulltrúar fyrirtækjanna skrifuðu undir yfirlýsinguna í Höfða 16. nóvember sl. 

Festa
Frá vinstri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festa, Páll Erland, framkvæmdastjóri ON og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.