Sjálfbærni og endurnýjanleiki jarðhita

Endurnýjanleiki jarðhita og sjálfbærni jarðhitavinnslu hafa verið til umræðu í fjölmiðlum nýlega og ýmis sjónarmið komið þar fram.

Í ljósi þessa viljum við benda á skrif sérfræðinga Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR) sem í gegnum tíðina hafa leitast við að upplýsa almenning um eðli jarðhitaauðlinda og jarðhitanýtingar. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. Stofnunin hefur yfir að búa okkar helstu jarðhitasérfræðingum með áratuga reynslu.  Viðbrögð þeirra við umræðu líðandi stundar leitast við að leiðrétta misskilning á eðli jarðhitakerfa og skýra betur út hver viðfangsefnin eru við vinnslu jarðhita á Íslandi í tengslum við hugtakið sjálfbærni.

Er húshitun Reykvíkinga ógnað af vinnslu jarðvarma til raforkuframleiðslu?

ISOR - greinar um orkumál

 

 

Mosi og gufa á Hellisheiði
Hraun, mosi og gufa