Samspil heitavatns- og raforkuframleiðslu

Á dögunum varði Pálmar Sigurðsson mastersverkefni sitt við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið, sem ber heitið „Exploiting Seasonal Surplus Energy from Geothermal utilization for elelctrical power production“, fjallar um samspil milli heitavatnsframleiðslu og raforkuframleiðslu og möguleika til bættrar orkunýtingar umframvarma í jarðhitavirkjunum.

Pálmar naut handleiðslu þriggja starfsmanna ON við verkefnið, auk leiðbeinanda síns við Háskóla Íslands, en þau eru Marta Rós Karlsdóttir forstöðumaður Auðlinda, Bjarni Már Júlíusson forstöðumaður Tækniþróunar og Guðmundur Kjartansson sérfræðingur í jarðgufuvirkjunum.

Við óskum Pálmari til hamingju með glæstan árangur.

Pálmar
Frá vinstri: Pálmar, Marta Rós, Bjarni Már og Guðmundur