Samfélagsstyrkir Orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar – fyrir umhverfið!

Orka náttúrunnar sýnir samfélagslega ábyrgð í verki og veitir styrki til verkefna eða samstarfs sem öll miða að því að bæta umhverfið á einhvern hátt;  finna lausnir, fræðsla eða kynningar. Styrkir eru að hámarki 500.000 kr. í hvert verkefni.

Styrkirnir skiptast í þrjá flokka og endurspegla áherslur fyrirtækisins:

Nýtum betur – notum minna

  • Verkefni sem snúa að grænni nýsköpun

Hugsum í hring

  • Verkefni sem snúa að loftslagsmálum og hringrásarhagkerfinu

Saman bætum við andrúmsloftið

  • Verkefni sem snúa að vistvænum samgöngum

Íþrótta-og ungmennahreyfingar

Íþrótta-og ungmennahreyfingum er boðið upp á fjáröflunarkost með því að  gróðursetja plöntur í Þorláksskógi – 1000 tré = 100 þús. kr.

Styrkbeiðnir eru teknar fyrir fjórum sinnum á ári, í febrúar, maí, ágúst og nóvember.

Sækja um styrk

Til þess að sækja um styrk fylltu út styrktarformið okkar.

Lýsa þarf þeim verkefnum eða málendum sem sótt erum styrk fyrir og markmiðum þeirra.