Ríkiskaup semja um raforku

Rammasamningur milli Ríkiskaupa og Orku náttúrunnar um raforkukaup ríkisstofnana var undirritaður 29. janúar sl.

Rammasamningur Ríkiskaupa og Orku náttúrunnar um raforkukaup ríkisstofnana var undirritaður 29. janúar sl. Samningurinn nær til allra stofnana ríkisins á landinu og gildir í 2 ár með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum til eins árs í senn.  Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri ON og Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa undirrituðu samninginn.

Generic Image
Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri ON og Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa undirrituðu samninginn