Upplýsstur gervigrasvöllurUpplýsstur gervigrasvöllur

Hrein, gæðavottuð íslensk orka frá ON

Upprunaábyrgðir rafmagns er viðskiptakerfi sem Evrópuríki komu á fót til að hvetja til endurnýjanlegrar raforkuframleiðslu.

Hrein orka

Hvað er upprunaábyrgð?

Upprunaábyrgð eru staðfesting á því að rafmagn er framleitt úr endurnýjanlegri auðlind.

Hvernig virkar þetta kerfi?

Kerfi með upprunaábyrgðum var tekið upp til að sporna við hlýnun jarðar í samræmi við alþjóðlega sáttmála. Með upprunaábyrgðum geta notendur raforku nýtt sér viðurkennda leið til að sýna fram á að rafmagnsnotkun þeirra sé græn en með Evróputilskipun 2009/28/EC og síðan reglugerð 757/2012 á Íslandi eru upprunaábyrgðir sérstök söluvara. Með þeim fylgja upplýsingar um þá framleiðslu sem um ræðir (vindur, vatnsafl, jarðhiti) ásamt aldri þeirrar virkjunar sem framleiddi þessa tilteknu raforku. Þetta kerfi gerir því kleift að hægt er að markaðssetja ákveðna tegund grænnar raforku.

Kerfið virkar þannig að virkjunaraðilar geta selt upprunaábyrgðir á frjálsum markaði og þannig fengið hærra verð fyrir sína framleiðslu. Þannig er þetta hvatakerfi fyrir endurnýjanlega framleiðslu þar sem framleiðendurnir geta selt upprunaábyrgðir og fengið þannig auka tekjur fyrir græna framleiðslu sína. Því hærra sem verðið er á upprunaábyrgðunum, því meiri er hvatinn til að virkja fyrir endurnýjanlegri framleiðslu.

Af hverju að selja upprunaábyrgðir?

Þar sem rafmagnið sem við framleiðum hér á landi er framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum geta íslensk orkufyrirtæki selt upprunaábyrgðir og nýtt tekjurnar til góðra verka.

Hvar fæ ég staðfestingu um hreinleika orkunnar?

Orka náttúrunnar lætur upprunaábyrgðir fylgja með sölu rafmagns til sinna viðskiptavina, að undanskilinni stóriðju, án alls endurgjalds. Hægt er að sækja um staðfestingu þess efnis á Mínum síðum. Stóriðju stendur til boða að festa kaup á upprunaábyrgðum á markaðsverði.

Hverjir vilja kaupa upprunaábyrgðir?

Það er mikil eftirspurn eftir upprunaábyrgðum erlendis þar sem raforkan í flutningskerfinu er ekki hrein og því engin leið til að staðfesta að raforkan sem komi um innstunguna á tilteknum stað komi frá endurnýjanlegum orkugjafa nema fyrir tilstilli upprunaábyrgða. Fólk og fyrirtæki sem eru umhugað um umhverfið geta borgað aukalega fyrir upprunaábyrgðir og þannig stutt við endurnýjanlega vinnslu. Stærstu fyrirtæki heims hafa sett sér það markmið að votta alla sína raforkunotkun og er það gert með kaupum á upprunaábyrgðum. Þannig myndast aukinn hvati fyrir virkjunaraðila að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum.

Hvað gerir ON við þær tekjur sem verða til með sölu upprunaábyrgða?

Tekjurnar sem skapast mynda ákveðinn sjóð sem nýttur er til verkefna ON í þágu umhverfismála og nýsköpunar. Öll verkefnin stuðla að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Á árunum 2014-2019 var sjóðurinn nýttur í verkefni tengdum orkuskiptum í samgöngum.

Upprunaábyrgðir í hnotskurn

  • Samkvæmt lögum er Ísland hluti af evrópska orkumarkaðnum og þar með vottunarkerfi um uppruna rafmagns.
  • Upprunaábyrgðir styðja við endurnýjanlega orkuframleiðslu og sporna því við hlýnun jarðar.
  • Án upprunaábyrgða telst rafmagnið vera úr sameiginlegum orkupotti Evrópu. Þess vegna koma orkugjafar sem ekki eru notaðir á Íslandi (t.d. kjarnorka) fram á rafmagnsreikningi hér á landi.
  • Notuð er endurnýjanleg orka á Íslandi en til þess að fá hana vottaða sem slíka þurfa upprunaábyrgðir að fylgja.
  • Þátttaka í kerfinu hefur engin áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.