GötulýsingGötulýsing

Götulýsing

Við höfum umsjón með og berum ábyrgð á framkvæmd götulýsingar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ (að læknum), Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Akranesi - alls um 50.000 ljósastaurar.

Upplýstur gervigrasvöllurVið hjá ON leggjum metnað okkar í að veita afbragðs þjónustu í að viðhalda götuljósakerfinu sem okkur er treyst fyrir, með öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi, á sem umhverfisvænastan hátt.

Einnig veitum við ráðgjöf um nýjustu tækni í ljósbúnaði, uppfærum og fylgjumst með þróuninni til að bæta gæði lýsingarinnar og lágmarka ljósmengun.

Ábendingar

Hafirðu ábendingu um óvirka götulýsingu í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ (að læknum), Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi eða Akranesi geturðu sent okkur póst á on@on.is. Varði ábendingin götulýsingu í Reykjavík er einnig hægt að senda hana í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar.

Ef ljósastaurarnir gætu talað

Ef ljósastaurarnir gætu talað; snjöll götulýsing – fyrirlestur Svanborgar Hilmarsdóttur, rafmagnshönnuðar hjá Orku náttúrunnar á Vísindadegi OR 2018

Hvernig skal lýsa og fyrir hvern?

Við hönnun lýsingar er áhersla lögð á mannlega nálgun og orkunýtni. Okkar kröfur um upplifun og gæði lýsingar aukast sífellt. Þarfirnar eru ólíkar og huga þarf að ýmsu varðandi götulýsingu, t.d.:

  • Mismunandi staðir
  • Mismunandi aðstæður
  • Mismunandi tíma sólarhrings
  • Samsetning umferðar
    • Gangandi og hjólandi
    • Bifreiðar