BorholaBorhola

Hrein orka fyrir öflugt atvinnulíf

Við framleiðum og seljum rafmagn til allra landsmanna og erum leiðandi í metnaðarfullum og umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi.

Veldu umhverfisvæn orkuviðskipti

Markmið okkar er að tryggja sjálfbæra nýtingu orkunnar fyrir viðskiptavini okkar, umhverfið, landið og auðlindirnar til framtíðar. Við búum yfir áralangri þekkingu og reynslu á rafmagnsmálum og leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

Fyrirtæki í viðskiptum við Orku náttúrunnar fá 20% afslátt með ON-lyklinum á hleðslustöðvum hringinn í kringum landið.

 

Já takk ég vil heyra í ráðgjafa

Lítið spor er stórt stökk fyrir mannkynið

Þegar fyrirtæki tengist Orku náttúrunnar er það í viðskiptum við leiðandi aðila á heimsvísu í nýtingu jarðhita og minnkun kolefnisspors í orkuvinnslu. Við virkjanir ON starfar margt fremsta vísindafólk landsins og þróunarverkefni ON í loftslagsmálum hafa vakið heimsathygli.

Jarðhitavirkjanir ON eru með eitt minnsta kolefnisspor í sínum flokki og þar hefur verið þróuð aðferð til að binda koltvísýring sem grjót í jarðlögum. Orka náttúrunnar stefnir að sjálfbærri og sporlausri vinnslu jarðhitans. Lítið spor verður stórt stökk fyrir núlifandi og komandi kynslóðir.