Vertu viss hvar næsta hleðsla er
Við höfum lagt mikinn metnað í að þétta hleðslunetið okkar um land allt til að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best og erum hvergi nærri hætt.
Árið 2014 hóf Orka náttúrunnar uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þegar fyrsta hraðhleðslan var opnuð við Bæjarhálsinn í Reykjavík. Þessi uppbygging er liður í því að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum á Íslandi og styðja þar með við minnkun kolefnissporsins í heiminum.
Við mælum með að rafbílaeigendur sæki ON hleðsluappið til að geta fundið lausa hleðslustöð og fylgst með sinni notkun.
Verðskrá
Ferðaráð
Þegar lagt er í ferðalag á rafbíl er gott að hafa nokkra hluti í huga:
- Hafðu lausu hleðslusnúruna með
- Notaðu miðstöðina/kælinguna í hófi
- Ekki taka of hratt af stað
Markmið okkar er að:
- reka og þjónusta hraðhleðslur við helstu þjóðvegi þannig að viðskiptavinir geti hlaðið bíla sína á ferð um landið. Hér má sjá hleðslukortið okkar.
- bjóða upp á hleðslu rafmagnsbíla, bæði hraðhleðslu og hefðbundna hleðslu á höfuðborgarsvæðinu.
- bjóða fyrirtækjum hleðsluleiðir fyrir viðskiptavini sína, uppsetningu, rekstur og þjónustu allan sólarhringinn allt árið. Í því felst einnig aðgengi að viðskiptakerfi fyrirtækisins og þar með greiðslukerfi.
- bjóða lausnir fyrir fjölbýlishús, veita ráðgjöf bæði á sviði hleðslulausna og viðskiptakerfis. Þegar við á bendir fyrirtækið á tæknilega aðila sem geta sett upp og rekið stöðvar fyrir fjölbýli.
Hverskonar hleðslur eru í hleðslustöðvum ON?
Í hleðslustöðvum ON eru ýmist hraðhleðslur (50kW og 150KW) og hleðslur (22kW) eða hvorutveggja.
Hvaða tengi eru á hraðhleðslum og hleðslum ON?
CHAdeMO
CCS
Type 2
Type 1
Listi yfir hleðslur ON með upplýsingum um tegundir og fjölda tengja á hverjum stað.
Hvaða tengi passar hvaða rafbíl?
Það getur verið mjög mismunandi og mikilvægt að rafbílanotendur kynni sér hvaða tengi passar hverri tegund. Neðst á síðunni „Af hverju rafbíll?“ má sjá töflu yfir rafbíla með upplýsingum frá helstu framleiðendum raf- og tengiltvinnbíla.
Hversu lengi dugir hleðslan?
Rafbílar í dag eru mun langdrægari en þeir voru fyrir nokkrum árum. Það er þó misjafnt eftir bílum hversu lengi hleðslan endist. Notendur er hvattir til að kynna sér endingu hleðslunnar, en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á endingu og afköst rafhlaða í bílum, t.d. kuldi, aðstæður á vegum og fleira. Það er rétt að hafa í huga að miðstöð, rúðu- og sætishitarar og aðrir hlutar bílsins nota orku frá sömu rafhlöðu og keyrir bílinn áfram. Hver og einn þarf að taka mið af þessum þáttum þegar rafbíll er notaður.
Hvernig get ég fylgst með stöðunni á hleðslum ON?
Sæktu ON hleðsluappið fyrir Android eða iOS og sjáðu staðsetningar og stöðu á hleðslunum.
Hvað kostar að hlaða rafbíl?
Fæ ég kvittun í hvert sinn sem ég hleð?
Þú færð ekki útprentaða kvittun, en notkun færist beint á kortið sem þú hefur skráð á Mínum síðum þegar þú virkjaðir lykilinn. Þar birtist reikningurinn.
Hvernig og hvar fæ ég afrit af reikningum?
Reikningar og notkunarupplýsingar eru á Mínum síðum ON.
