Ferðaráð til rafbílafólksFerðaráð til rafbílafólks

Ferðaráð til rafbílafólks

Þegar lagt er af stað í ferðalag á rafbíl er upplagt að hafa nokkur góð ferðaráð á bak við eyrað.

  • Mundu eftir ON-lyklinum, hann er góður ferðafélagi
  • Mikilvægt er að hafa rétta hleðslusnúru meðferðis
  • Oft dugar að hlaða í 10-20 mínútur á hraðhleðslustöðvum, reynum að teppa ekki fyrir öðrum sem þurfa á hleðslu að halda
  • Það er gott ráð að skipuleggja ferðina t.d. með því að skoða hleðslukort ON og vera nokkuð klár á því hvar þú ætlar að hlaða miðað við drægni bílsins.
  • Vefsíðan A Better Route Planner, þar sem hægt er að skoða hvar best er að hlaða miðað við bíltegund, er tilvalið hjálpartæki áður en lagt er af stað í ferðalag
  • ON-hleðsla er app fyrir iPhone og Android sem sýnir þér hvar næsta hleðslustöð ON er staðsett, leiðina þangað, hvaða tengi eru í boði, hvort hún er virk og hvort hún er laus. Það getur verið hjálplegt
  • Á hleðslukorti og í appi þýðir grænn litur á hleðslustöð að hún er laus, blár að hún er upptekin og rauður að hleðslustöðin er ekki í þjónustu
  • Treystu ekki alveg blint á drægniupplýsingarnar sem bíllinn sýnir á hverjum tíma. Fyrir utan skekkju sem getur verið í þeim þá hafa aðstæður áhrif á drægnina; aksturslag, vindur, hitastig og fjöldi farþega svo dæmi séu tekin
  • Kortasíðan plugshare.com sýnir hleðslumöguleika hjá flestum sem komið hafa upp slíkum búnaði til almannanota hér á landi og í erlendis.
  • Mundu að hlaða í lok ferðar en ekki í byrjun ferðar því það er alltaf betra að hlaða þegar rafhlaðan er heit/volg
  • Njóttu ferðalagsins í rafbílnum, stoppaðu oft, teygðu úr þér, andaðu að þér fersku lofti og losaðu þig við stressið

Tæknin er aldrei óbrigðul og ef þú lendir í vanda við að hlaða þá er þjónustuver ON opið annan sólarhringinn  591 2700.

Rafbílar eru mikilvægt framlag til umhverfisverndar og loftslagsmála. Við þökkum rafbílafólki fyrir að velja umhverfisvænni fararskjóta.