Að hlaða án ON-lykilsAð hlaða án ON-lykils

Að hlaða án ON-lykils

Hleðslustöðvar ON eru einnig aðgengilegar notendum sem eru ekki með ON-lykil.

Að hlaða án ON lykils

Hægt er að greiða án ON-lykils á hleðslustöðvum með því að nota greiðslukort:

  1. Opna greiðslulausn Scan&Charge með því að smella hér
  2. Slærð inn númer hleðslustöðvar (númerið stendur framan á hleðslustöðinni, dæmi: IS*ONP*E1064*2), ásamt númeri tengis. ATH. Ef stöðin er ekki merkt með númeri þá vinsamlega hringið í síma 5912700 og fáið aðstoð.
  3. Velur greiðsluleið með greiðslukorti og setur inn greiðsluupplýsingar og netfang (fyrir kvittun)
  4. Tengir bíl við rétt tengi fyrir þinn bíl og velur „Start Charging“
  5. Velur „Stop Charging“ til að stöðva hleðslu
  6. Greiðslukvittun send á þitt netfang. Ath. upphæðin er í Evrum.
  7. Verðið er 44 kr.pr.mín þegar hlaðið er án ON lykils.
Scan & Charge greiðslulausn

Að hlaða með Plugsurfing?

Þeir sem ekki eru með kennitölu, t.d. ferðafólk á Íslandi, geta hlaðið með Plugsurfing á hleðslustöðvum ON.

Hægt er að greiða með greiðslukorti í gegnum Plugsurfing appið eða með Plugsurfing hleðslulykli.

Plugsurfing er með stærsta hleðslunet í Evrópu með yfir 110.000 hleðslur aðgengilegar almenningi.