Af hverju rafbíll?Af hverju rafbíll?

Af hverju rafbíll?

Rafbílar brenna ekki jarðefnaeldsneyti og losa þar af leiðandi ekki CO2 út í andrúmsloftið. Þeir eru sömuleiðis ódýrari í rekstri og þykja ljúfir í akstri.

Reynslusögur af rafbílum

Nokkrir rafbílaeigendur deila reynslu sinni af því að eiga og nota rafbíl.

Hvað kostar að reka rafbíl?

Ef tekið er mið af ársnotkun á Toyota Yaris, vinsælum bensínbíl og svo Nissan Leaf rafmagnsbíl þá er rekstrarkostnaður á Leaf 3 kr./km. á ári en 11 kr./km. á ári fyrir Yaris. (Sjá nánar í rafbílareikni Orkuseturs).

Skiptir máli hvar ég bý?

Í allflestum tilvikum skiptir engu hvar á landinu eigendur rafbíla búa. Öll heimili landsins eru knúin nægu rafmagni til að standa undir hleðslu rafbíla og gott betur. Þó þarf að taka mið af tenglum og öðrum tæknilegum þáttum. Kynntu þér upplýsingar um hleðslulausnir.

Ef ég hef ekki aðstöðu heima hvar get ég hlaðið bílinn?

ON hefur nú þegar komið upp hraðhleðslum víða um land, en von er á fleiri á næstu misserum. Oftast er hægt að ná um 80% hleðslu á 20-40 mínútum í hraðhleðslu. Margir vinnustaðir hafa nú þegar sett upp hleðslur fyrir rafbíla. Í stórum bílastæðahúsum, t.d. á Höfðatorgi og við Smáratorg, hafa verið sett upp sérstök bílastæði með hleðslumöguleikum. Á minni vinnustöðum má, í samráði við vinnuveitanda, tengja rafbíla með svipuðum hætti og gert er á heimilum ef aðstæður leyfa.

Hvað eru margir rafbílar á Íslandi?

Þegar hleðslur ON voru teknar í notkun árið 2014 voru einungis 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi. Í dag er öldin önnur og hér að neðan má sjá lifandi tölur um fjölda raf- og tengiltvinnbíla.

Hver er munurinn á rafbíl og tengiltvinnbílum?

Rafbíll er bíll sem gengur beint og alfarið fyrir rafmagni sem geymt er í rafhlöðum um borð. Tengiltvinnbíll er hinsvegar bíll sem hefur bæði rafhreyfil og bensín- eða dísilvél sem aflgjafa.