🔑

ON-lykillinn


Verð á rafbílahleðslu

Frá 1. febrúar 2018 verður rafbílahleðsla seld á 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund. Rafbílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON.

Tilboðsverð á innleiðingartíma

Á reynslutímabili sölukerfisins veitum við 10% afslátt af mínútuverði sem verður því 17,10 krónur.


Spurt og svarað um ON-lykilinn

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Á reynslutímabili sölukerfisins verður tilboðsverð á rafbílahleðslu 17,10 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund.

Kostar það sama að nota hraðhleðslu (50kW) og hleðslu?

Í hlöðum ON eru ýmist hraðhleðslur, hleðslur eða hvorutveggja. Sumar hraðhleðslur eru líka bæði með hraðhleðslutengi og hleðslutengi og er verðið það sama hvort heldur sem verið er að nota. Frístandandi minni hleðslur eru gjaldfríar enn um sinn.

Fæ ég kvittun í hvert sinn sem ég hleð?

Þú færð ekki útprentaða kvittun um leið og þú hleður. Upphæð notkunar gjaldfærist beint á kortið þitt sem þú hefur skráð á Mínum síðum þegar þú virkjaðir ON lykilinn. Þar birtist jafnframt reikningurinn.

Hvernig og hvar fæ ég afrit af reikningum?

Upplýsingar um notkun og upphæðir reiknings eru aðgengilegar á Mínum síðum ON.

Hvað geri ég ef það er einhver annar en ég sem á að greiða fyrir notkunina, t.d. fyrirtækið sem ég starfa hjá?

Virkur ON lykill er alltaf tengdur við greiðslukort. Fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um aukalykla á Mínum síðum ON,  fyrir notendur rafbíla sinna.

Kort af Hlöðum
🔌

Hlöður ON

🚘

Spurt og svarað um hlöður ON

Hvað eru hlöður ON margar?

Nú eru þær 35 talsins. Við hófum uppbyggingu innviða fyrir rafbíla með fyrstu hraðhleðslunni á Íslandi árið 2014 og höfum síðan hvatt til notkunar á grænni endurnýjanlegri orku. Nú er hægt að fara allan hringveginn á rafmagnsbíl.

Hverskonar hleðslur eru í hlöðum ON ?

Í hlöðum ON er ýmist hraðhleðslur (50kW) og hleðslur (22kW) eða hvorutveggja.

Hvaða staðlar styðja hraðhleðslur og hleðslur ON?

3 staðlar: CHAdeMO / CCS / Type 2 - Miklabraut, IKEA, Sævarhöfði (B&L), Smáralind, Selfoss, Borgarnes, Staðarskáli, Blönduós, Varmahlíð, Hvolsvöllur, Vík, Kirkjubæjarklaustur, Hveragerði, Freysnes, Jökulsárlón, Djúpivogur, Egilsstaðir, Stöðvarfjörður, Minni Borg, Þorlákshöfn, Nesjar, Mývatn, Sauðárkrókur og Ólafsvík. 

2 staðlar: CHAdeMO / CCS - Bæjarháls, Suðurfell, Fitjar, Fríkirkjuvegur, Akranes, Glerártorg, Hof og Hellisheiðarvirkjun.

Hvaða bíltegundir passa fyrir viðkomandi tengi?

Það getur verið mjög mismunandi og mikilvægt að rafbílanotendur kynni sér hvaða tengi passa tegundinni. Hér eru nokkur dæmi:

CHAdeMO: Nissan, Mitsubishi, Peugeot, Citroen, Kia

CCS: BMW, Volkswagen, GM, Porsche

Type 2: Renault, Daimler, Tesla, Smart, Mercedes

Ýmsir rafbílar

Hversu lengi dugir hleðslan?

Rafbílar í dag eru mun langdrægari en þeir voru fyrir nokkrum árum. Það er þó misjafnt eftir bílum hversu lengi hleðslan endist. Notendur er hvattir til að kynna sér endingu hleðslunnar, en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á endingu og afköst rafhlaða í bílum, t.d. kuldi, aðstæður á vegum og fleira. Það er rétt að hafa í huga að miðstöð, rúðu- og sætishitarar og aðrir hlutar bílsins nota orku frá sömu rafhlöðu og keyrir bílinn áfram. Hver og einn þarf að taka mið af þessum þáttum þegar rafbíll er notaður.

Get ég gert eitthvað til að nýta hleðsluna betur?

Já, það eru ýmis ráð til að nýta hleðslu rafbíla betur. Þó er rétt að muna að í hefðbundinni daglegri notkun rafbíls gerist þess sjaldan þörf. Ef bílinn er notaður eins og venjulegur heimilisbíll, þ.e. að fara í og úr vinnu, skutla börnum í frístundir, fara í verslun, ræktina, félagsstörf og svo framvegis – þá duga hleðslur á rafbílum nútímans fyrir alla þá þætti. Með öðrum orðum, ef bílinn er fullhlaðinn þegar lagt er af stað út í daginn um morguninn dugar hleðslan vel fram á kvöld miðað við hefðbundna notkun.Það er helst á löngum ferðalögum sem þörf gerist fyrir hagræðingaraðgerðir á hleðslu rafbíla. Öllum bílum fylgja leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta orkuna betur, t.d. með því að leyfa bílunum að hlaða sig þegar keyrt er niður brekkur.Til að spara orku er hægt að keyra á jöfnum hraða, slökkva á útvarpi og lækka í miðstöðinni, sem eru helstu þættirnir sem hafa áhrif á nýtingu hleðslunnar. 


Hlöður og gerð tengja


Tegundir rafbíla og gerð tengja

Hleðslumöguleikar raf- og tengiltvinnbíla eru mismunandi eftir framleiðendum og gerðum.  Hér að neðan má sjá upplýsingar frá helstu framleiðendum:

Rafbílar:Tengiltvinnbílar:Að hlaða heima

Fjölbýli

Fjölbýlishús eru mjög mismunandi, allt frá tvíbýlishúsum upp í fjölda íbúða með stóra heimtaug. Tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að hlaða rafbíla í fjölbýlishúsum. Þó skal hafa í huga að margar sameignir, s.s. geymslur, bílakjallarar, bílskýli og fl., nota sömu rafmagnstöflu. Því má gera ráð fyrir því að eigendur rafbíla þurfi að láta tengja hleðslu fyrir bílinn inn á sér mæli þannig að orkunotkunin skráist sérstaklega á þann sem rafmagnið notar. Í mörgum nýbyggingum er gert ráð fyrir þessum möguleika en í eldri byggingum þarf að tengja hleðslustöðina sérstaklega inn á rafmagnsmæli viðkomandi notanda. Alltaf skal leita til viðurkenndra rafvirkja í slíkum tilvikum. Einnig er ráðlagt að leita til rafvirkja ef einhver vafi er um aflgetu rafmagns í fjölbýli. Að sama skapi er hægt að setja upp sameiginlega hraðhleðslu í flestum fjölbýlishúsum. Hægt er að aðgreina notendur með nýjustu tækni þannig að orkunotkunin færist á viðkomandi notanda. Gera verður ráð fyrir að íbúar fjölbýlishúsa sættist ekki á aðrar lausnir en að hleðsla rafbíla tengist sér mæli viðkomandi notanda og skráist sérstaklega á eiganda rafbíls. Þættir sem þarf að skoða:

  • Stærð heimtaugar og fjöldi íbúða
  • Hleðsluþörf
  • Staðsetning hleðslustöðva
  • Orkumæling

Af hverju rafbíll?🚘

Reynslusögur af rafbílum


Fjöldi rafbíla á Íslandi