Kort af hlöðum ON
🚘

Rafbílar

🔌

Hlöður ON

25 hlöður

Árið 2016 bættust við tvær hlöður á Akureyri og ein við Hellisheiðarvirkjun og í ár hafa Staðarskáli, Blönduós, Varmahlíð, Hvolsvöllur, Vík, Kirkjubæjarklaustur, Djúpivogur, Jökulsárlón, Freysnes, Egilsstaðir og Hveragerði bæst í hópinn. Við erum leiðandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla og hvetjum til notkunar á grænni endurnýjanlegri orku. Landið er að opnast og hægt verður að fara allan hringveginn á rafmagnsbíl áður en langt um líður.

Hvað kostar að reka rafbíl?

Í reiknivél ON er hægt að sjá hvað þrír algengustu rafbílarnir á Íslandi nota mikið rafmagn á ársgrundvelli miðað við keyrslu.


Af hverju rafbíll?¡

Staðsetningar


🚘

Hvaða bílar geta notað hlöður ON?

 

Hlöður ON styðja 2-3 staðla og skiptast svona:

3 staðlar: CHAdeMO / Combo (CCS) / AC 43 Type 2 cable - Miklabraut, IKEA, Sævarhöfði (B&L), Smáralind, Selfoss, Borgarnes, Staðarskáli, Blönduós, Varmahlíð, Hvolsvöllur, Vík og Kirkjubæjarklaustur. 

2 staðlar: CHAdeMO / Combo (CCS) - Bæjarháls, Fitjar, Fríkirkjuvegur, Akranes, Glerártorg, Hof og Hellisheiðarvirkjun.

Bíltegundir sem passa fyrir viðkomandi tengi:

CHAdeMO: Nissan, Mitsubishi, Peugeot, Citroen, Kia

Combo (CCS): BMW, Volkswagen, GM, Porsche

AC 43 - Type 2 cable: Renault, Daimler, Tesla, Smart, Mercedes

Ýmsir rafbílar


Hleðslumöguleikar

Hleðslumöguleikar raf- og tengiltvinnbíla eru mismunandi eftir framleiðendum og gerðum.  Hér að neðan má sjá upplýsingar frá helstu framleiðendum:

Rafbílar:

 

Tengiltvinnbílar:

 


Fjöldi rafbíla á Íslandi


Heimastöðvar

Tenglar

Mælt er með að setja upp sérstakan tengil sem þolir hleðslu rafbíla og að hafa bílinn stakan á grein, þ.e. að hafa ekki aðra hluti í sambandi á sömu rafmagnsgreininni. Ekki skal nota fjöltengi eða framlengingarsnúrur. Tengillinn þarf að vera jarðtengdur og greinin þarf að hafa útsláttaröryggi og lekaliða. Sérhæfðir 16-32A tenglar eru gerðir fyrir stöðugt álag.

Sérbýli

Einbýlishús hafa sérstaka rafmagnsheimtaug og oftast hver eining par- og raðhúsa. Minnstu rafmagnsheimtaugar eru 1x63A (14kW). Húseigendur geta í flestum tilfellum fengið rafmagnsheimtaug breytt úr 1x63A í 3x50A ef þörf er á. 3x50A samsvara 34kW á 400V kerfi en 20kW á 230V kerfi (takmörkuð svæði). Hleðsla rafbíla við sérbýli ætti því ekki að vera vandamál.

mínútur

Á 20-30 mínútum fær rafbíll 80% hleðslu með hraðhleðslu ON

🚘

Hringinn á rafbíl