🚘

Rafbílar

🔌

Hlöður ON

Þrettán hlöður

Árið 2016 bættust við tvær hlöður á Akureyri og ein við Hellisheiðarvirkjun. ON hefur í dag forystu í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla og hvetur til notkunar á grænni endurnýjanlegri orku.  Við ætlum að loka hringnum um Ísland, svo hægt verði að fara allan hringveginn á rafmagnsbíl, með því að meira en tvöfalda fjölda hlaða.

Hvað kostar að reka rafbíl?

Í reiknivél ON er hægt að sjá hvað almennur rafbíll notar mikið rafmagn á ársgrundvelli miðað við keyrslu.


Staðsetningar


🚘

Hvaða bílar geta notað hlöður ON?

 

Hlöður ON styðja 2-3 staðla og skiptast svona:

3 staðlar: CHAdeMO / Combo (CCS) / AC 43 Type 2 cable - Miklabraut, IKEA, Selfoss, Borgarnes og Sævarhöfði (B&L)

2 staðlar: CHAdeMO / Combo (CCS) - Bæjarháls, Fitjar, Fríkirkjuvegur, Akranes, Smáralind, Glerártorg, Hof og Hellisheiðarvirkjun.

Bíltegundir sem passa fyrir viðkomandi tengi:

CHAdeMO: Nissan, Mitsubishi, Peugeot, Citroen, Kia

Combo (CCS): BMW, Volkswagen, GM, Porsche, Audi

AC 43 - Type 2 cable: Renault, Daimler, Tesla, Smart, Mercedes


Heimastöðvar

Tenglar

Mælt er með að setja upp sérstakan tengil sem þolir hleðslu rafbíla og að hafa bílinn stakan á grein, þ.e. að hafa ekki aðra hluti í sambandi á sömu rafmagnsgreininni. Ekki skal nota fjöltengi eða framlengingarsnúrur. Tengillinn þarf að vera jarðtengdur og greinin þarf að hafa útsláttaröryggi og lekaliða.


Af hverju rafbíll?

mínútur

Á 20-30 mínútum fær rafbíll 80% hleðslu með hraðhleðslu ON

🚘

Hringinn á rafbíl