🔑

ON hlöður


ON hleðsluappið

Í ON hleðsluappinu sérðu rauntímastöðuna á hlöðum ON.

  • Hvar er næsta hlaða?
  • Veldu þitt tengi.
  • Hvar er laust?

Sæktu ON hleðsluappið fyrir Android eða iOS, tengdu ON-lykilinn við appið og fylgstu með þinni notkun.

Spurt og svarað um ON-lykilinn

Fæ ég kvittun í hvert sinn sem ég hleð?

Þú færð ekki útprentaða kvittun, en notkun færist beint á kortið sem þú hefur skráð á Mínum síðum þegar þú virkjaðir lykilinn. Þar birtist reikningurinn.

Hvernig og hvar fæ ég afrit af reikningum?

Reikningar og notkunarupplýsingar eru á Mínum síðum ON.

Hvað geri ég ef það er einhver annar en ég sem á að greiða fyrir notkunina, t.d. fyrirtækið sem ég starfa hjá?

ON lykill er alltaf tengdur við greiðslukort. Fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um aukalykla á Mínum síðum ON,  

ON Lykillinn - Notkunarleiðbeiningar á DBT hleðslum
 
ON Lykillinn - Notkunarleiðbeiningar á ABB hleðslum

🚘

Spurt og svarað um hlöður ON

Hversu lengi dugir hleðslan?

Rafbílar í dag eru mun langdrægari en þeir voru fyrir nokkrum árum. Það er þó misjafnt eftir bílum hversu lengi hleðslan endist. Notendur er hvattir til að kynna sér endingu hleðslunnar, en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á endingu og afköst rafhlaða í bílum, t.d. kuldi, aðstæður á vegum og fleira. Það er rétt að hafa í huga að miðstöð, rúðu- og sætishitarar og aðrir hlutar bílsins nota orku frá sömu rafhlöðu og keyrir bílinn áfram. Hver og einn þarf að taka mið af þessum þáttum þegar rafbíll er notaður.

Get ég gert eitthvað til að nýta hleðsluna betur?

Já, það eru ýmis ráð til að nýta hleðslu rafbíla betur. Þó er rétt að muna að í hefðbundinni daglegri notkun rafbíls gerist þess sjaldan þörf. Ef bílinn er notaður eins og venjulegur heimilisbíll, þ.e. að fara í og úr vinnu, skutla börnum í frístundir, fara í verslun, ræktina, félagsstörf og svo framvegis – þá duga hleðslur á rafbílum nútímans fyrir alla þá þætti. Með öðrum orðum, ef bílinn er fullhlaðinn þegar lagt er af stað út í daginn um morguninn dugar hleðslan vel fram á kvöld miðað við hefðbundna notkun.Það er helst á löngum ferðalögum sem þörf gerist fyrir hagræðingaraðgerðir á hleðslu rafbíla. Öllum bílum fylgja leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta orkuna betur, t.d. með því að leyfa bílunum að hlaða sig þegar keyrt er niður brekkur.Til að spara orku er hægt að keyra á jöfnum hraða og lækka í miðstöðinni, sem eru helstu þættirnir sem hafa áhrif á nýtingu hleðslunnar.


Að hlaða heima

Skref 3 – UPPSETNING Á BÚNAÐI
Þess má geta að einungis rafverktakar sem löggiltir eru af Mannvirkjastofnun mega taka að sér rafverktöku og/eða annast viðgerðir á hvers konar rafföngum. ON mælir með: 

Að hugað sé að vali á staðsetningu og tegund festingar hleðslubúnaðar 

  • Inni í bílskúr 
  • Úti á plani
Að fá kostnaðaráætlun við uppsetningu hleðslubúnaðar hjá fagaðila(um)
  • Rafmagnslögn, uppsetning og tenging á hleðslubúnaði

 

 

Hleðslulausnir fyrir fjölbýli og fyrirtæki

Til umhugsunar varðandi hleðslur fyrir rafbíla í fjöleignarhúsum.

Flest öll fjöleignarhús eru með nægilega stóra heimtaug til þess að hægt sé að bæta við rafbílahleðslum sé notkun þeirra álagsstýrð. Tæknilega séð er því ekkert til fyrirstöðu að hlaða rafbíla í fjölbýlishúsum. Þó skal hafa í huga að margar sameignir, s.s. bílakjallarar nota sömu rafmagnstöflu, því má gera ráð fyrir því að eigendur rafbíla þurfi að láta tengja hleðslu fyrir bílinn inn á sér mæli þannig að orkunotkunin skráist sérstaklega á þann sem rafmagnið notar. 

Alltaf  skal leita til rafverktaka sem löggiltir eru af Mannvirkjastofnun.

Fyrir frekari ráðgjöf vinsamlegast hafið samband


Af hverju rafbíll?🚘

Reynslusögur af rafbílum

Einn gír alla leið
 
Sparnaðurinn fer í afborganir

Fjöldi rafbíla á ÍslandiTegundir rafbíla og gerð tengja

Hleðslumöguleikar raf- og tengiltvinnbíla eru mismunandi eftir framleiðendum og gerðum.  Hér að neðan má sjá upplýsingar frá helstu framleiðendum:

Rafbílar:

Tengiltvinnbílar: