Nokkrir sniðugir orkumolar - fyrir þig og umhverfiðNokkrir sniðugir orkumolar - fyrir þig og umhverfið

Nokkrir sniðugir orkumolar - fyrir þig og umhverfið

Við seljum umhverfisvæna orku og hvetjum viðskiptavini okkar að nýta betur og nota minna - það er best fyrir umhverfið.

 

Fallegasta birtan er dagsbirtan

Það er tilvalið að nýta dagsbirtuna og slökkva ljósin þegar tækifæri gefst. Dagsbirtan er alltaf fallegasta birtan.

Vissir þú…

 • …að ef þú setur 8 sinnum í viku í þurrkarann kostar það rúmar 10 þúsund krónur á ári.
 • …að það er gott ráð að fullþurrka ekki þvottinn heldur bara skella honum inn í þurrkarann í 10 mínútur og hengja síðan á þvottagrindina. Þannig verður
  þvotturinn eins og nýstraujaður þegar hann er orðinn þurr.
 • …að það er kjörið að setja þrjú vel þurr handklæði með blautum þvotti inn í þurrkarann. Þannig tekur mun styttri tíma að þurrka auk þess sem handklæðin verða mjúk.
 • …að þegar við eldum með lok á pottum sparast mikið rafmagn.
 • …að það er gott ráð að slökkva á eldavélum nokkrum mínútum áður en maturinn er tilbúinn, sérstaklega ef notast er við hefðbundið helluborð.
 • …að með því að þrífa reglulega þéttilistann á ísskápnum heldurðu kuldanum betur inni og sparar rafmagn.
 • …að því smærri bitar sem settir eru í blandarann því skemmri tíma tekur að blanda. Þannig má einnig spara rafmagn.
 • …að þegar þú þværð við 60° í stað 90° minnkar rafmagnsnotkun um helming.
 • …að það er góður vani að slökkva á ljósunum þegar farið er út úr herbergi.
 • …að það er tilvalið að nýta dagsbirtuna og slökkva ljósin þegar tækifæri gefst. Dagsbirtan er alltaf fallegasta birtan.
 • …að lýsing við inngang veitir öryggi og getur verið ódýr þjófavörn.
 • …að ný tæki, sérstaklega þau sem merkt eru A+++ eru hönnuð þannig að þau þurfa mun minna afl en áður þekktist. Eldri tæki rýrna einnig í gæðum með tímanum og nýta orkuna verr en í upphafi. Því er oft mælt með að skipta út rafmagnstækjum sem orðin eru 10 ára og eldri.
 • …að h​leðslutæki fyrir fartölvur, farsíma og spjaldtölvur taka rafmagn þó tækin séu fullhlaðin. Gott er að taka hleðslutækin alveg úr sambandi ef þeirra er ekki þörf. Þannig má spara talsvert rafmagn.
 • …að mörg tæki taka rafmagn þó þau sé sett í biðstöðu eða „standby“. Mikilvægt er að slökkva alveg á þeim með því að taka þau úr sambandi eða nota fjöltengi með rofa sem hægt er að slökkva á.
 • …að það er kjörið að taka farsímana úr sambandi að lokinni hleðslu. Bæði sparar það rafmagnsnotkun og eykur líftíma batterísins en hleðslan endist lengur ef síminn helst hlaðinn í milli 40-80%.