Orka náttúrunnar tilnefnd til alþjóðlegra vörumerkjaverðlauna

Orka náttúrunnar hefur verið tilnefnt til alþjóðlegu CHARGE vörumerkjaverðlaunanna, sem besta vörumerkið í flokki grænnar orku. ON er eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt er í flokknum og keppir þar við fjögur erlend vörumerki.

„Við erum stolt af þessari tilnefningu. Þarna eru margir kallaðir en fáir útvaldir og það er frábært að fá hvatningu af þessu tagi í þeim mikilvægu verkefnum sem ON vinnur að,“ segir Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON.

Sjá nánar um tilnefninguna hér á visir.is

Hraðhleðsla
Hraðhleðsla