Nýr forstöðumaður auðlinda

Marta Rós Karlsdóttir hefur hafið störf sem forstöðumaður auðlinda hjá ON.

Marta Rós Karlsdóttir hefur hafið störf sem forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúrunnar.  Hún er með MS próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands með áherslu á nýtingu jarðvarma og stefnir á að ljúka PhD í vélaverkfræði í haust.

Marta hefur lengi verið í tengslum við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) bæði sem starfsmaður og við rannsóknarvinnu.  Hún tók meðal annars þátt í innleiðingu Umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001 hjá OR og vann að umhverfisskýrslu OR árin 2004-2006.  

Síðustu ár hefur Marta sinnt doktorsrannsókn og verið stundarkennari við HÍ, fyrirlesari hjá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og leiðbeinandi hjá REYST (Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems).

Generic Image
Marta Rós Karlsdóttir nýr forstöðumaður auðlinda hjá ON