Ný stjórn ON

Á aðalfundi Orku náttúrunnar, sem haldinn var í dag, var kjörin ný stjórn fyrir félagið og tók Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, við stjórnarformennsku.

ON á og rekur Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun og Andakílsárvirkjun. Í þeim er framleitt rafmagn á almennan markað og til stórnotenda og að auki kemur frá jarðvarmavirkjununum rúmur helmingur þess vatns sem hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu þarfnast. ON starfar á samkeppnismarkaði.

Þessi voru kjörin í stjórn á aðalfundinum í dag: Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, formaður, Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar OR, varaformaður, Bolli Árnason, tæknifræðingur og MBA, Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, og Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur Til vara voru kjörnar þær Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri OR. Framkvæmdastjóri ON er Páll Erland.

Ársreikningur ON 2014

ON tók til starfa 1. janúar 2014 og á fundinum var því fyrsta rekstrarárið gert upp.

Sjá ársreikning Orku náttúrunnar ohf. 2014 hér

Þar sem meirihluti tekna félagsins er í bandaríkjadölum er það starfsrækslugjaldmiðill ON. ON er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og samstæðureikningur OR vegna ársins 2014 hefur þegar verið samþykktur og birtur opinberlega.

Generic Image
ON á og rekur Nesjavallavirkjun