Ný hraðhleðslustöð við Smáralind

Eigendur rafbíla geta nú sótt sér "áfyllingu" á nýrri hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.

Þetta er þriðja stöð sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu en fyrir eru stöðvar við höfuðstöðvar ON að Bæjarhálsi 1 og hjá BL að Sævarhöfða.

Tíu stöðvar

Á næstu dögum og vikum verða sjö stöðvar til viðbótar teknar í gagnið á suðvesturhorninu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi. Einungis tekur 20-30 mínútur að hlaða geyma rafbílanna upp í 80%.

Generic Image
Friðbert Elí rafbílaeigandi (til vinstri) opnaði stöðina að viðstöddum Kristni Jóhannessyni, rekstrarstjóra Smáralindar og Ásdísi Gíslason markaðsstjóra ON.