Hafa samband Netspjall

Ný hlaða ON hjá Orkunni við Suðurfell í Breiðholti

Elín Guðmannsdóttir, 89 ára gamall tannlæknir sem hefur átt rafbíl í þrjú ár, hlóð bílinn sinn í fyrsta skipti með hraðhleðslu í dag við opnun hlöðu á þjónustustöð Orkunnar við Suðurfell í Breiðholti.

Elín skipti yfir á rafmagnsbíl fyrir um þremur árum vegna þess hvað það er vistvænt og ódýrt. Hún á sumarbústað við Þingvallavatn og þangað ferðast hún oft á rafbílnum. Engu að síður hefur hún aldrei notað hraðhleðslu, fyrr en í dag. Elín er þó að að velta fyrir sér að fá sér langdrægari bíl til að hafa meira svigrúm í bílferðunum austur.

34. hraðhleðslan

Hraðhleðslan við Suðurfell er sú 34. sem Orka náttúrunnar setur upp til að þjóna rafbílaeigendum. Tvær hlöður ON – við Bæjarháls og í Borgarnesi – eru með tveimur hraðhleðslum. Auk þess hefur ON sett upp hlöður í bílageymslum beggja turnanna við Smáralind án þess þó að þar sé hraðhleðsla. Hlöðurnar eru því líka 34 að þeirri meðtalinni sem tekin var í notkun í samstarfi við Orkuna í dag.

Í smáforritinu ON Hleðsla er hægt að sjá allar hlöður ON, hvernig tengjum þær eru búnar og hvort þær eru á lausu. Jafnframt býður appið upp á að sjá hlöður annarra fyrirtækja sem opnar eru almenningi og notendur þess geta fengið aðstoð frá kortavef Google til að finna skemmstu leiðina að hlöðunum.

Næst í Ólafsvík

Samstarf ON við Skeljung, eiganda Orkunnar, hefur verið gott. Nú þegar hafa þrjár hlöður verið opnaðar í samstarfi við fyrirtækið, við Miklubraut, í Þorlákshöfn, og í Hveragerði. Næsta hlaða ON verður í Ólafsvík, einnig á þjónustustöð Orkunnar.

Mynd

Opnun hlöðu í Suðurfelli
Hraðhleðsla

Suðurfell

ON opnar 31. hlöðuna hjá N1 á Sauðárkróki

ON og N1 hafa tekið í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Sauðárkróki. Hlaðan er sett upp með styrk frá Orkusjóði og í samstarfi við Vistorku, samstarfsvettvang norðlenskra sveitarfélaga og Norðurorku að ýmsum umhverfismálum. Þetta er 31. hlaðan sem ON hefur sett upp víðsvegar um landið og sú áttunda sem er á þjónustustöð N1.

Það var Þórhallur Rúnar Rúnarsson, stöðvarstjóri N1 á Króknum, sem tók hlöðuna formlega í notkun. Páll Örn Líndal, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1, og Hafrún Huld Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá ON, tóku líka þátt í viðburðinum.

Gott samstarf

N1 rekur eitt stærsta þjónustunetið við vegi landsins og þess vegna er mikilvægt að þar sé boðið upp á þá orku sem ferðalangar þurfa, á bílinn eða sjálfa sig. Fyrir rúmu ári gerðu ON og N1 rammasamkomulag um uppsetningu á hlöðum á þjónustustöðvum N1 og er unnið eftir því við að auka enn frekar á möguleika rafbílaeigenda til að hlaða farartækin sín.

Hlaðan á Sauðárkróki er búin hraðhleðslu eftir japönskum og evrópskum staðli auk hefðbundinnar hleðslu (AC).

Hringurinn opinn – þétting netsins

Hringvegurinn er þegar opinn rafbílaeigendum þar sem ON hefur varðað hann hlöðum. Á næstu vikum og mánuðum mun net þessara innviða orkuskipta í samgöngum þéttast með fjölgun hlaða á höfuðborgarsvæðinu og utan hringvegarins. ON leggur áherslu á að hægt sé að sækja þjónustu við hlöðurnar og hefur samstarfið við N1 verið lykilþáttur í hraðri uppbyggingu síðustu misseri.

Víðast eru nokkrir tugir kílómetra á milli hlaða ON. Á milli Norður- og Austurlands er lengst á milli hraðhleðsla en á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal hefur ON komið upp búnaði sem hleður hraðar en hefðbundin hleðsla en þar sem ekki er þriggja fasa rafmagn á svæðinu er ekki hægt að setja þar upp hraðhleðslu.

Snjallvæðing hleðslunnar

Í smáforriti ON, ON Hleðsla, er hægt að sjá allar hlöður fyrirtækisins sem og annarra fyrirtækja sem sett hafa upp hlöður. Hægt er að sækja ON Hleðslu fyrir Android eða iOS.

Á snjallborgarráðstefnu í Reykjavík á dögunum komu fram ýmsar vangaveltur um hvað kunni að vera framundan í bættri þjónustu við rafbílaeigendur. Þar var margvísleg nýting netsins til samskipta í forgrunni og nýting rafknúinna innviða á borð við ljósastaura til að dreifa rafmagni til rafbíla. ON, ásamt Orkuveitu Reykjavíkur og Veitum, á í formlegu samstarfi við Reykjavíkurborg um þróun slíkra og fleiri lausna til að ýta undir orkuskipti í samgöngum

ON-og-N1-á-Króknum
Frá vinstri: Páll, Hafrún, Þórhallur Rúnar.
Hraðhleðsla

Skjöldólfsstaðir

Hraðhleðsla

Sauðárkrókur

Hlöður og snjallvæðingin

Undanfarin fjögur ár hefur ON byggt upp hlöður á höfuðborgarsvæðinu og hringinn í kringum landið. Lærdómurinn af þessari vegferð hefur kennt okkur að hleðsla fyrir rafbíla snýst um miklu meira en rafmagn, þessu fylgir mikil snjallvæðing sem hjálpar til við að byggja upp hagkvæmt og notendavænt umhverfi til að taka vel á móti ört vaxandi fjölda rafbíla hér á landi.

Með fjölgun rafbíla skapast ný tækifæri varðandi betri nýtingu raforkukerfisins ásamt því að auka orkuöryggi landsins.

Snjallborgin Reykjavík

Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, hélt erindi um vegferð ON sl. ár á ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík, sem haldin var í Hörpu fimmtudaginn 3. maí sl. Hægt er að nálgast upptöku af öllum erindunum hér á vef snjallrar Reykjavíkurborgar.

 

Bjarni Már Júlíusson
Bjarni Már Júlíusson

ON og Landspítali semja um hlöður

ON hefur gert samning við Landspítala um uppsetningu og rekstur á hlöðum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans; við Hringbraut, í Fossvogi, við Landakot og á Kleppi.

Gert er ráð fyrir að hlöðurnar verði tilbúnar til notkunar um mitt sumar. Starfsmönnum og gestum Landspítala gefst kostur á að sækja sér orku með ON-lykli eða appi en ON annast allan rekstur og viðhald stöðvanna. Hlöðurnar eru AC 32 A. Verkefni þetta er hluti af umhverfistefnu og loftslagsmarkmiðum Landspítala og hefur verið nokkurn tíma í undirbúningi.

Frá undirritun samnings ON og Landspítala
Frá vinstri: Hulda Steingrímsdóttir, Umhverfisstjóri Landspítala, Kristján H. Theodórsson, Rekstrarstjóri Rafmagns Landspítala og Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri ON.

Pages