Hafa samband Netspjall

Þjónusta og reynsla

Heimilin okkar ganga fyrir rafmagni. Það er í mörg horn að líta og margt sem við getum gert til að nýta orkuna okkar betur. Við hjá Orku náttúrunnar veitum viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu við að halda utanum orkunotkunina sína, hvernig er hægt að hafa gott yfirlit ásamt því að finna leiðir til að spara ásamt því að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni og hvetja til ábyrgrar umgengni við hana.

Hraðhleðsla í miðborgina

Orka náttúrunnar hefur nú opnað hraðhleðslustöð við Fríkirkjuveg í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Stöðin er sú fyrsta í miðborginni en sú níunda sem Orka náttúrunnar setur upp á árinu. Nýting stöðvanna hér á landi er tvöfalt meiri en í Noregi. Reykjavíkurborg hlaut nýverið Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs og vistvænar samgöngur áttu sinn þátt í útnefningunni. Pétur Viðar Elínarson, rekstrarfulltrúi hjá sorphirðu Reykjavíkurborgar, fékk fyrstu hleðsluna úr stöðinni. Hann notar rafmagnsbíl við störf sín en næstum níu af hverjum tíu bílum sem Reykjavíkurborg rekur eru knúnir umhverfisvænni orku, metangasi eða rafmagni. Reykjavíkurborg hvetur líka til vistvænna samgangna meðal annars með uppbyggingu göngu- og hjólastíga og eflingu almenningssamgangna. Pétur Viðar og aðrir sem nota rafmagnsbíl til að komast á milli staða geta hlaðið bíla sína að 80% á 20-30 mínútum á hraðhleðslustöð.

Mikil nýting stöðvanna

Hraðhleðslustöðvar eru einu slíku stöðvarnar sem settar hafa verið upp hér á landi fyrir almenna notkun. Á rafbílaráðstefnu, sem haldin var á dögunum, kom fram í erindi Páls Erland, framkvæmdastjóra ON, að nýting stöðva fyrirtækisins er tvöfalt meiri en samsvarandi stöðva í Noregi. Norðmenn eru sú þjóð sem lengst er komin í rafbílavæðingu, enda rík af raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum, rétt eins og Íslendingar. Í Noregi eru um 36.000 rafbílar og liðlega 100 hraðhleðslustöðvar. Hér nálgast rafbílarnir að verða 200 talsins og hraðhleðslustöðvarnar nú níu að tölu. Nýting stöðvanna hér á landi fyrstu níu mánuði þessa árs svarar til þess að hver rafbílaeigandi hafi notað hana 14½ klukkustund. Samsvarandi tala fyrir Noreg er 7½ tími.

Hraðhleðslustöðin á Fríkirkjuvegi
Hraðhleðslustöð í Miðborginni

Viltu vita meira

Hafðu samband ef þú hefur spurningar sem þú finnur ekki svör við á síðunni.

Hafa samband

Brennisteinsvetni

1.000 metra dýpi

Í lofthreinsistöðinni eru brennisteinsvetni og koltvísýringur skilin frá jarðhitagasinu. Lofttegundirnar eru leystar upp í vatni frá virkjuninni og dælt niður á um 1.000 metra dýpi. Nýlegar rannsóknir á borkjörnum úr berggrunninum á niðurrennslissvæði CarbFix verkefnisins gefa sterklega til kynna að kenningar vísindamanna standist; að koltvísýringurinn kristallist í basalthraununum og þar með sé þessi helsta gróðurhúsalofttegund bundin í jarðlögum um fyrirsjáanlega framtíð.

Hengillinn

Hengill er okkar athafnasvæði og þar rekum við jarðvarmavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði. Hengilssvæðið er á meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi og tengist þremur eldstöðvakerfum. Jarðhitinn í Reykjadal og Hveragerði tilheyrir elsta kerfinu, svonefndu Grensdalskerfi. Norðan þess er eldstöð kennd við Hrómundartind sem gaus síðast fyrir um 10 þúsund árum. Þeirri eldstöð tengist jarðhiti á Ölkelduhálsi. Vestast og yngst er Hengilskerfið.

Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun eru innan Hengilskerfisins. Frá ísöld hefur nokkrum sinnum gosið í Hengilskerfinu. Fyrir um tvö þúsund árum rann Nesjahraun úr Kýrdalssprungu við Nesjavelli.

Eldvirk svæði á Íslandi - myndband

Útivist

Hengilssvæðið er kjörið til útivistar allan ársins hring. Búið hefur verið í haginn fyrir útivistarfólk með neti merktra gönguleiða, samtals 100 kílómetra í lengd, auk upplýsingaskilta, gönguskála og útgáfu gönguleiðakorts. Orkuveita Reykjavíkur og forverar hennar hafa haft veg og vanda af þessu starfi síðan árið 1990, í samráði við sveitastjórnir á svæðinu.

Náttúran

Við leggjum okkur fram við að framleiða rafmagn í sátt og samvinnu við náttúruna því við erum jú öll tengd við hana á einn eða annan hátt. Við erum heppin að búa við lífsgæði sem eru náttúrunni okkar að þakka og við berum mikla virðingu fyrir þeim. Við leggjum okkur fram við að miðla þekkingu okkar og hvetjum til ábyrgrar umgengni við náttúruna.

Vottuð umhverfisstjórnun

Við störfum eftir umhverfis- og auðlindastefnu og vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi.

  • ISO 9001 - gæðakerfi sem tekur á öllum þáttum starfsemi fyrirtækisins. Gæðakerfið er vottað af óháðum aðila og er tekið út af sama aðila tvisvar á ári.
  • ISO 14001 - öllum umhverfismálum fyrirtækisins stýrt. Kerfið er tekið út tvisvar á ári af vottunaraðila.
  • OHSAS 18001 - alþjóðlegt vinnuöryggisstjórnunarkerfi þar sem tekið á málefnum sem varða vinnuöryggi og heilsuvernd. Kerfið er tekið út tvisvar á ári.
  • ISO 27001 - alþjóðlegur staðall um upplýsingaöryggi sem tekur á öllum þáttum starfsemi fyrirtækisins. Upplýsingaöryggisstjórnkerfið er vottað af BSI og er tekið út af sama aðila árlega.

Náttúra

Icelandic

Vertu í sambandi

Viltu koma til okkar í viðskipti, fá ráðgjöf eða hefurðu spurningar sem þú finnur ekki svör við á síðunni?

Hafa samband

Pages