Hafa samband Netspjall

Upprunaábyrgðir

ON hefur ákveðið að upprunaábyrgðir fylgi allri raforkusölu fyrirtækisins á almennum markaði frá áramótum 2016/2017. Jafnframt mun fyrirtækið verja öllum tekjum af sölu upprunaábyrgða vegna raforkusölu til stórnotenda til verkefna fyrirtækisins sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofts.

Allir viðskiptavinir ON, einstaklingar og fyrirtæki (ekki stóriðja), fá 100% endurnýjanlega vottaða orku. Þessi samsetning sést á reikningum frá og með 1.7.2018.

Andakílsárvirkjun

Hugmyndir manna um virkjun Andakílsár í Borgarfirði komu fyrst fram árið 1908. Nokkrum áratugum síðar er sameignarfélagið Andakílsárvirkjun stofnað þann 1. nóvember 1942. Framkvæmdum við fyrstu virkjunina og stöðvarhús lauk svo árið 1947 og í október það sama ár var spennu hleypt á dreifikerfið og rekstur hafinn. Virkjunin leysti af hólmi vélknúnar rafstöðvar sem notaðar höfðu verið bæði á Akranesi og í Borgarnesi og nálægu dreifbýli. Unnið var jafnt og þétt að stækkun virkjunarinnar og má segja að virkjun árinnar hafi ekki lokið fyrr en 1974 þegar ný vélasamstæða var tekin í notkun. Heildarframleiðslugetan er 8 MW. Í rekstri virkjunarinnar er tekið verulegt tillit til vatnshæðar í Skorradalsvatni og rennslis í Andakílsá í þeim tilgangi að hlúa sem best að Skorradalsvatni sem frístundasvæði og Andakílsá sem veiðiá.

Nesjavallavirkjun

Afkastageta Nesjavallavirkjunar er 120 MW af rafmagni og 1.640 l/sek af 85°C heitu vatni sem jafngildir 300 MW í varmaorku. Á Nesjavöllum hafa 24 holur verið boraðar, á bilinu 1.000 til 2.200 metra djúpar, með allt að 380° hita. Frá borholum er vatnsblönduð gufa leidd eftir safnæðum í skiljustöð þar sem vatnið er skilið frá gufunni. Frá skiljustöð fer gufa og vatn að orkuveri í aðskildum leiðslum. Gufan er leidd að gufuhverflum þar sem raforkuframleiðsla fer fram.

Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun var gangsett árið 2006. Jarðhitasvæði virkjunarinnar er sunnan við Hengilinn. Jarðhitavinnslan skiptist í efra virkjunarsvæði, ofan Hellisskarðs, neðra virkjunarsvæði, neðan skarðsins, og Skarðsmýrarfjall. Uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er 303 MW í rafmagni og 133 MW í varmaafli en miðað við full afköst gæti varmastöðin stækkað í 400 MW í framtíðinni og mun það gerast í tveimur til þremur áföngum eftir þörf á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Gufulögn sem tengir jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði við Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun árið 2016.

Jarðhitasýningin

Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Sýningin er opin alla daga.

 

 

Virkjanir

Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir; jarðgufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði og vatnsaflsvirkjunina í Andakíl, Borgarfirði. Jarðgufuvirkjanirnar, sem báðar eru á Hengilssvæðinu, eru margfalt aflmeiri en vatnsaflsvirkjunin í Andakíl.

Starfsfólk

Hjá okkur starfar jákvætt starfsfólk með mikla þjónustulund. Við leggjum áherslu á að vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar og erum alltaf til taks þegar á þarf að halda.

Hlutverk & starfsemi

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna, færir þeim birtu, yl og orku ásamt því að veita faglega ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu við að halda utanum orkunotkun sína ásamt því að miðla þekkingu okkar varðandi umhverfismálin og hvetja til ábyrgrar umgengni við náttúruna.

Samþykktir Orku náttúrunnar

Við erum dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og tókum við framleiðslu og sölu á rafmagni 1. janúar 2014. Allar götur síðan árið 1921 þegar rafstöðin í Elliðaárdal var gangsett höfum við fært birtu, yl og orku til heimila og fyrirtækja og höfum því mikla reynslu á þessu sviði.

Gönguleiðakort

Á Hengilssvæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn. Gönguleiðakortið er vinsælt meðal útvistarfólks og var síðast uppfært árið 2012 .

Mikil vinna er lögð í frágang og landgræðslu á röskuðum svæðum vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun á líkan hátt og gert var á Nesjavöllum á sínum tíma.

Gönguleiðir á Hengilssvæðinu og nágrenni

Nýr viðskiptavinur

Koma í viðskipti (cta)

Núverandi viðskiptavinur

  • Viðskiptastaða - hér er hægt að fylgjast með stöðu gjaldfallinna reikninga, vaxta, inneigna o.s.frv.
  • Notkun - hér er hægt að fylgjast með rafmagnsnotkuninni ár frá ári, eða milli þeirra tímabila sem lesið er á mæli, og borið saman notkun ár * frá ári. Einnig er hægt að bera saman notkun heimilisins miðað við önnur samskonar heimili.
  • Reikningar - yfirlit yfir reikninga.
  • Flutningar - Hvað þarf að hafa í huga þegar flytja skal um húsnæði? Lesa af mælum, eigendaskipti og fleira.
  • Spurningar/Athugasemdir. Hafir þú spurningar og/eða athugasemdir hvetjum við þig til að hafa samband við okkur á on@on.is, í gegnum www.on.is eða í síma 591 2700

Pages