Hafa samband Netspjall

Fyrsta hraðhleðsla ON á Vestfjörðum

Það var rafbílseigandinn og bæjarritarinn Þórdís Sif Sigurðardóttir sem fékk sér í dag fyrstu hleðsluna úr hlöðu sem Orka náttúrunnar hefur reist á þjónustustöð N1 á Ísafirði. Hraðhleðslan í hlöðunni er sú fyrsta sem ON reisir á Vestfjörðum og fagnar Þórdís þessu skrefi í að styðja við fjölgun rafbíla í landinu og þar með nýtingu á hreinni orkugjafa í samgöngum.

 

mynd

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

Hlaðan vestra er búin tveimur tengjum til að hraðhlaða rafbíla ásamt þremur öðrum venjulegum hleðslutengjum. Þannig getur hún þjónað nánast öllum gerðum rafbíla hér á landi. Á Vestfjarðakjálkanum hafa þó nokkur sveitarfélög sett upp hefðbundnar hleðslur fyrir rafbílaeigendur og með hraðhleðslunni eykst þjónustan við þá sem valið hafa þennan visthæfari ferðamáta. Þá hefur Orkubú Vestfjarða þegar sett  upp hraðhleðslur á Hólmavík og Patreksfirði.

Á vef ON og í appinu ON Hleðsla geta rafbílaeigendur séð staðsetningar allra hlaða ON og hvort þær eru lausar. Þar er líka finna staðsetningu hleðslubúnaðar annarra sem ON er kunnugt um.

Á þjónustustöð N1

Viðstödd þegar nýja hlaðan var opnuð voru þau Þórdís Sif Sigurðardóttir rafbílaeigandi, Gunnar Sigurðsson, stöðvarstjóri N1 á Ísafirði sem og Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá ON og Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hjá ON. Hlaðan á Ísafirði er áttunda hlaðan sem ON og N1 hafa samstarf um að reisa og verða þær hluti fríðindakerfis viðskipta N1. „Fyrirtækið lítur svo á að rafbílaeigendum muni  bara halda áfram að fjölga í hópi okkar viðskiptavina og það að hlaða bílinn sinn er óðum að verða sjálfsagður þáttur í okkar þjónustu,“ segir Gunnar Sigurðsson, stöðvarstjóri N1 á Ísafirði.

Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri hjá Orku náttúrunnar, nefndi við þetta tækifæri metnaðarfulla aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, sem kynnt var í byrjun vikunnar. „Það er augljóst að umhverfisvænni samgöngur munu skipa einna stærstan sess í baráttu okkar við loftslagsvandann og við hjá Orku náttúrunnar ætlum okkur að standa framarlega í baráttusveitinni hér eftir sem hingað til,“ segir Hafrún.

Næstu verkefni

Frá því ON lauk við að opna hringveginn rafbílaeigendum, hafa hlöður bæst við á Húsavík og í Ólafsvík auk þess sem eldri búnaður hefur verið uppfærður á nokkrum stöðum. Fyrirtækið vinnur samhliða að því að bæta aðgengi fatlaðra að þeim hlöðum þar sem því er ábótavant. Auk þess á ON í samstarfi við systurfyrirtækið Veitur og Reykjavíkurborg um þróun hleðslulausna fyrir fólk sem hefur ekki aðgang að föstu bílastæði fyrir bílinn sinn og á því erfiðara með að hlaða heima fyrir.

Næstu hlöður ON munu rísa á Laugum í Reykjadal, þar sem verður hefðbundin hleðsla, hraðhleðsla og hefðbundin við Geysi í Haukadal, sami búnaður verður í nýrri hlöðu á Flúðum sem og við Vegamót á Snæfellsnesi.

Fulltrúar ON, N1 og Þórdís Sif á Ísafirði
Fulltrúar ON, N1 og Þórdís Sif

Villuvandræði

Þetta átti ekki að gerast.

Villukóði: 500

Nú er vefþjónninn eitthvað að stríða okkur. Prófaðu endilega netspjallið eða sendu okkur póst á on@on.is.

Við biðjumst innlegrar afsökunar á þessu veseni.

Uppfærðar hlöður ON – betri þjónusta

Við höfum nú uppfært tvær af eldri hlöðum okkar, á Akranesi og Fitjum í Reykjanesbæ. Á báða staði eru nú komnar nýjar hraðhleðslur. Þær eru með CCS og CHAdeMO hraðhleðslutengjum auk Type 2 tengis, sem nota má um leið og aðra hvora hraðhleðsluna. Nýju hleðslurnar eru af gerðinni ABB sem reynst hafa stöðugri og traustari í rekstri en eldri gerð.

Upplýsingar um stöðuna í hlöðum ON má finna hér á vefnum sem og í ON hleðsluappinu.

Sækja ON hleðsluappið fyrir android

Sækja ON hleðsluappið fyrir iOS

ON-hlöður-uppfærðar
Uppfærðar hlöður ON

Skýli við hraðhleðslur ON

Orka náttúrunnar hefur framleitt skýli í samvinnu við Merkingu sem sett verða upp á næstunni við hraðhleðslur ON hringinn í kringum landið. Markmiðið með skýlunum er að bæta aðstöðu viðskiptavina, verja þá og hleðsluna fyrir veðri og vindum sem og auðvelda starfsmönnum sem sinna hefðbundnu viðhaldi.

Uppsetning á skýlunum fer fram á næstu vikum. Vegna þessa verður aðgengi að hraðhleðslum takmarkað tímabundið. Miðvikudaginn 22. ágúst verður verktaki að störfum á Hvolsvelli, fimmtudaginn 23. ágúst á Vík og á Kirkjubæjarklaustri mánudaginn 27. ágúst. AC hleðslurnar á þessum stöðum verða sem fyrr aðgengilegar.

Við vonum að viðskiptavinir okkar sýni þessum framkvæmdum skilning.

Staða hlaða ON er sýnileg í korti hér á vefnum sem og í ON Hleðsluappinu.

Sækja ON Hleðsluappið fyrir Android

Sækja ON Hleðsluappið fyrir iOS

Skýlið í Suðurfelli

Skýlið í Suðurfelli
Skýli við hraðhleðsluna í Suðurfelli

Samið um smáþörungarækt í Jarðhitagarði ON

ON hefur samið við alþjóðlega sprotafyrirtækið Algaennovation um aðstöðu og ýmis orkutengd aðföng fyrir ræktun smáþörunga í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. Úr þörungunum verður framleitt fóður fyrir skepnur og hugsanlega til manneldis. Algaennovation er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta.

Það voru Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, og Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation, sem undirrituðu samninginn í Hellisheiðarvirkjun í morgun. Við undirskriftina voru einnig Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri Algaennovation Iceland, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Erna Björnsdóttir frá fjárfestingasviði Íslandsstofu.

Undirritun samnings ON og Algaennovation

Tilraunir síðasta árið

Smáþörungar eru örsjávarplöntur sem fjölga sér hratt og fá orku sína og næringu úr ljósi og koltvíoxíði, það er ljóstillífa. Í náttúrunni eru smáþörungar uppspretta margskonar næringarefna á borð við Omega-3 fitusýrur, andoxunarefni og litarefni. Öll þessi efni eru lykilþættir í mataræði bæði manna og dýra.

Fyrir milligöngu fjárfestingasviðs Íslandsstofu komst á samband milli ON og Algaennovation og á haustmánuðum 2017 hóf fyrirtækið tilraunaræktun á smáþörungum við Hellisheiðarvirkjun. ON útvegaði aðstöðu, rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvíoxíð til tilraunanna. Þær gengu framar vonum. Algaennovation hefur því ákveðið að taka næsta skref og er stolt af því að hefja byggingu á smáþörungaframleiðslu innan Jarðhitagarðs ON, sem verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áformað er að hefja framleiðslu á fóðri til seiðaeldis um mitt næsta ár.

Smáþörungaframleiðsla Algaennovation verður staðsett í Jarðhitagarði ON og mun fá afhent beint frá Hellisheiðarvirkjun umhverfisvænt rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvíoxíð. Samvinnan við ON gerir Algaennovation kleift að hafa neikvætt sótspor og að nota minna en 1% af því ferskvatni og landsvæði sem hefðbundin smáþörungafyrirtæki nota við framleiðslu sína. Slík framleiðsla er mikilvægt skref í átt virðishringrásar (e. waste to value) og mun efla sjálfbæra nýsköpun hér á landi.

ON hefur undanfarin ár unnið að þróun fjölnýtingar jarðhita innan Jarðhitagarðsins við Hellisheiðarvirkjun. Skipulagsmál hans voru unnin í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus og stofnað var til samstarfsverkefnis ON og fjárfestingasviðs Íslandsstofu um markaðssetningu hans. Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er ávöxtur þess verkefnis og fleiri slíkir kunna að fylgja.

Jarðhitagarður ON

Jarðhitagarður Orku náttúrunnar er umgjörð um fjölbreytta starfsemi sem stuðlar að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðarvirkjunar, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun. Á svæðinu hefur verið unnið ýmist rannsókna- og þróunarstarf undanfarin ár. Þar vinnur geoSilica nú heilsuvörur úr kísli, sem fellur til við jarðhitavinnsluna, og vísindafólk tengt Háskóla Íslands stundar þar ýmsar rannsóknir.

Þá eru ónefnd loftslags- og loftgæðaverkefni fyrirtækisins sjálfs sem felast í því að skilja jarðhitaloft úr gufunni sem nýtt er til orkuvinnslunnar og binda það djúpt í jarðlögum við virkjunina. Þau verkefni – þekkt undir heitunum CarbFix og SulFix – hafa hlotið heimsathygli. Svissneska fyrirtækið Climeworks, sem fangar koltvíoxíð úr andrúmslofti, starfar einnig innan Jarðhitagarðsins og nýtir CarbFix-tæknina til að binda gróðurhúsaloftið í jarðlögum.

Sjálfbær jarðhitanýting

Nýting jarðhitans í virkjunum ON á Hengilssvæðinu – Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun – hefur lengst af verið eingöngu til vinnslu rafmagns og heits vatns fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnslunni fylgja hinsvegar ýmsar aukaafurðir. Þar fellur til varmi í formi vatns eða gufu sem ekki nýtist allur til orkuvinnslunnar, efni í jarðgufunni á borð við kísil og jarðhitaloft geta verið verðmæt og við virkjunina er greiður aðgangur að fersku vatni og rafmagni sem unnið er í virkjuninni. Þessi aðföng öll geta nýst ýmissi starfsemi eins og dæmin sanna.

Þessi fjölnýting jarðhitans eykur enn á sjálfbærni nýtingar Orku náttúrunnar á jarðhitanum á Hellisheiði. Nýverið varð Hellisheiðarvirkjun fyrsta jarðgufuvirkjunin í rekstri til að undirgangast umfangsmikið alþjóðlegt próf á sjálfbærni rekstursins. Meginniðurstaðan var að Hellisheiðarvirkjun hefði lítil neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag en mikilvæg félagsleg og hagræn áhrif. Að nýta betur það sem til fellur við rekstur orkuversins, nú með þörungarækt Algaennovation, eflir sjálfbærni hans enn frekar.

Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára og fjallar um sölu ON á rafmagni og öðrum aðföngum til ræktunar örþörunganna í Jarðhitagarðinum.

Inni í tilraunastöð Algaennovation við Hellisheiðarvirkjun
Inni í tilraunastöð Algaennovation við Hellisheiðarvirkjun

ON hleðsluappið

Í ON hleðsluappinu sérðu rauntímastöðuna á hlöðum ON.

  • Hvar er næsta hlaða?
  • Veldu þitt tengi.
  • Hvar er laust?

Sæktu ON hleðsluappið fyrir Android eða iOS, tengdu ON-lykilinn við appið og fylgstu með þinni notkun.

🚘

Spurt og svarað um hlöður ON

Hversu lengi dugir hleðslan?

Rafbílar í dag eru mun langdrægari en þeir voru fyrir nokkrum árum. Það er þó misjafnt eftir bílum hversu lengi hleðslan endist. Notendur er hvattir til að kynna sér endingu hleðslunnar, en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á endingu og afköst rafhlaða í bílum, t.d. kuldi, aðstæður á vegum og fleira. Það er rétt að hafa í huga að miðstöð, rúðu- og sætishitarar og aðrir hlutar bílsins nota orku frá sömu rafhlöðu og keyrir bílinn áfram. Hver og einn þarf að taka mið af þessum þáttum þegar rafbíll er notaður.

Get ég gert eitthvað til að nýta hleðsluna betur?

Já, það eru ýmis ráð til að nýta hleðslu rafbíla betur. Þó er rétt að muna að í hefðbundinni daglegri notkun rafbíls gerist þess sjaldan þörf. Ef bílinn er notaður eins og venjulegur heimilisbíll, þ.e. að fara í og úr vinnu, skutla börnum í frístundir, fara í verslun, ræktina, félagsstörf og svo framvegis – þá duga hleðslur á rafbílum nútímans fyrir alla þá þætti. Með öðrum orðum, ef bílinn er fullhlaðinn þegar lagt er af stað út í daginn um morguninn dugar hleðslan vel fram á kvöld miðað við hefðbundna notkun.Það er helst á löngum ferðalögum sem þörf gerist fyrir hagræðingaraðgerðir á hleðslu rafbíla. Öllum bílum fylgja leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta orkuna betur, t.d. með því að leyfa bílunum að hlaða sig þegar keyrt er niður brekkur.Til að spara orku er hægt að keyra á jöfnum hraða og lækka í miðstöðinni, sem eru helstu þættirnir sem hafa áhrif á nýtingu hleðslunnar.

Húsvíkingar fá hraðhleðslu

ON hefur tekið í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla á lóð Orkunnar á Húsavík. Það var Árni Sigurbjarnarson, einn af stofnendum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar, sem fyrstur hlóð rafbíl í nýju hlöðunni, forláta Teslu. Hraðhleðslan mun auðvelda Árna að hlaða í heimabyggð en næstu hlöður ON eru á Akureyri og Mývatni.

Viðstaddir fyrstu hleðsluna voru auk Árna, Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hjá ON, Arngrímur Arnarson, markaðsstjóri Norðursiglingar og Axel Rúnar Eyþórsson, sérfræðingur í rafmagnsmálum hjá ON.

Árni, sem nýlega seldi hlut sinn í Norðursiglingu, segir markmið fyrirtækisins ætíð hafa verið að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og að stefna þess sé að vera leiðandi í umhverfisvænni ferðaþjónustu við strendur landsins. Fyrirtækið á og rekur tvo hvalaskoðunarbáta sem ganga fyrir rafmagni. Með slíkum bátum má lágmarka útblástur koltvísýrings og minnka vélarhljóð, sem veldur minna ónæði fyrir hvalina.

Hleðslunetið þéttist á Norðurlandi

Hraðhleðslan á Húsavík er sú 36. hleðslan sem Orka náttúrunnar setur upp til að þjóna rafbílaeigendum. Hringvegurinn er þegar opinn rafbílaeigendum þar sem ON hefur varðað hann hlöðum. Á næstu vikum og mánuðum mun net þessara innviða orkuskipta í samgöngum á Norðurlandi þéttast með væntanlegum hraðhleðslum á Kópaskeri og Vopnafirði og hleðslum á Dalvík, á Laugum, í Ásbyrgi og á Raufarhöfn.

Í smáforritinu ON Hleðsla er hægt að sjá allar hlöður ON, hvernig tengjum þær eru búnar og hvort þær eru á lausu. Jafnframt býður appið upp á að sjá hlöður annarra fyrirtækja sem opnar eru almenningi og notendur þess geta fengið aðstoð frá kortavef Google til að finna skemmstu leiðina að hlöðunum.

ON Hleðsla fyrir Android

ON Hleðsla fyrir iOS

Kort af hlöðum ON

Opnun Hlöðu á Húsavík
Guðjón, Arngrímur, Árni og Axel Rúnar
Hraðhleðsla

Húsavík

Pages