Hafa samband Netspjall

Breytingar á skipan stjórna tveggja dótturfélaga OR

Á hluthafafundum nú á dögunum voru gerðar breytingar á stjórnum tveggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur. Í stjórn Orku náttúrunnar taka sæti Elísabet Hjaltadóttir markaðsfræðingur og Jakob S. Friðriksson verkfræðingur. Í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur taka sæti þau Birna Bragadóttir stjórnendaráðgjafi og Pálmi Símonarson verkfræðingur.

Á hluthafafundum nú á dögunum voru gerðar breytingar á stjórnum tveggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur.

Í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur taka sæti þau Birna Bragadóttir stjórnendaráðgjafi og Pálmi Símonarson verkfræðingur. Bæði eru okkur að góðu kunn. Pálmi er sérfræðingur hjá upplýsingatækni OR og Birna var starfsþróunarstjóri hér hjá OR á árunum 2012-2015. Þau koma í stað þeirra Jónu Bjarkar Helgadóttur lögmanns og Bjarna Bjarnasonar forstjóra. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála OR, tekur við formennsku í stjórninni.

Í stjórn Orku náttúrunnar taka sæti Elísabet Hjaltadóttir markaðsfræðingur og Jakob S. Friðriksson verkfræðingur. Elísabet rekur nú eigið fyrirtæki en stýrði markaðsmálum hjá Actavis um árabil og þar áður hjá Össuri. Jakob stýrir nú viðskiptaþróun hjá fjármálum OR. Áður gegndi hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá OR en hann hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1991. Elísabet og Jakob taka sæti þeirra Bolla Árnasonar og Bjarna Bjarnasonar. Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar OR, er formaður stjórnar ON.

Birna Bragadóttir  Pálmi Símonarson  Elísabet Hjaltadóttir  Jakob S. Friðriksson
Birna Bragadóttir Pálmi Símonarson Elísabet Hjaltadóttir Jakob S. Friðriksson

 

Mosi

Viltu vera ON í sumar?

Við leitum að jákvæðum og framtakssömum háskólanemum, iðnnemum, nemum í framhaldsskóla og skapandi greinum í fjölbreytt sumarstörf á orkumiklum og skemmtilegum vinnustað.

Nánari upplýsingar um sumarstörfin má finna hér á vefnum.

Sumarstarfsfólk.

Við leitum að framkvæmdastjóra

Það eru spennandi tímar framundan hjá ON og leitum við að leiðtoga til að móta framtíðina með okkur.

Við horfum til manneskju sem býr yfir frumkvæði, umhyggju og umbótavilja til að marka stefnu fyrirtækisins og leiða hóp framúrskarandi fagfólks með brennandi áhuga á framþróun, góðri þjónustu, umhverfisvænum lausnum og ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda.

Reykjavik by night.

Mikilvægt skref fyrir ferðaþjónustu á Íslandi

Það var sannarlega bjart yfir hópnum sem var mættur að Geysi í Haukadal þegar nýjasta hlaða Orku náttúrunnar var tekin í notkun í dag. Þetta er 50. hlaðan sem ON hefur reist og er þessi búin tveimur hraðhleðslutengjum auk Type 2 hleðslutengis.

„Það er skemmtilegt að enda árið á að opna fimmtugustu hlöðuna á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Staðsetningin við Geysi hefur sterka tengingu við jarðhitann sem við hjá Orku náttúrunnar nýtum til að vinna rafmagn fyrir hin mikilvægu orkuskipti í samgöngum,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON.

Orkuskipti í ferðaþjónustu eru mikilvæg

Fulltrúar sveitafélagsins og rekstraraðilar af svæðinu voru ánægðir með þessa auknu þjónustu við ferðafólk.

„Hér er mikil umferð og nánast allir ferðamenn sem koma til landsins eiga leið hér um. Svo geta íbúar Bláskógarbyggðar nýtt sér þetta líka svo við erum bara glöð með að verið sé að þétta hleðslunetið og bæta þannig þjónustu við þá sem aka á rafbílum“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógarbyggðar.

Viðtal við Ástu Stefánsdóttur við opnun hraðhleðslunnar við Geysi.

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð og Helgi Kjartansson, oddviti
Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri í Bláskógabyggð og Helgi Kjartansson er oddviti

Rafbílum fjölgar ört

Mikil aukning hefur verið í sölu rafbíla hér á landi. Drægni nýrra bílgerða vex ört. ON hefur einsett sér að vera í fararbroddi uppbyggingar innviða fyrir rafbíla og þjóna vel þeim ört stækkandi hópi sem rafbílaeigendur eru. 
Innviðir á ferðamannastöðum opna svo nýja möguleika fyrir ferðafólk. 

„Undanfarin fjögur ár hefur ON byggt upp hlöður á höfuðborgarsvæðinu og hringinn í kringum landið. ON er í forystu um uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum og því má segja að ON hafi opnað hringinn fyrir þá sem kjósa umhverfisvænsta kostinn sem í boði er,“ segir Berglind Rán Ólafdóttir, framkvæmdastjóri ON.

Frá opnun 50. hraðhleðslu ON við Geysi í Haukadal
Frá opnun 50. hraðhleðslu ON við Geysi í Haukadal

Eigum rafmögnuð jól saman

Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið og ríkir mikill spenningur á mörgum bæjum. Ljósin sem um ræðir á þessum árstíma eru flest, ef ekki öll, tengd við rafmagn og því er mikilvægt að vera vel vakandi og gæta fyllsta öryggis í þeim málum.

Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið og ríkir mikill spenningur á mörgum bæjum. Ljósin sem um ræðir á þessum árstíma eru flest, ef ekki öll, tengd við rafmagn og því er mikilvægt að vera vel vakandi og gæta fyllsta öryggis í þeim málum.
 
Kominn tími til að tengja?
Oft er það rafmagnstafla heimilisins sem hefur úrslitavald þegar kemur að brunavörnum, en sé taflan gömul og illa farin er nauðsynlegt að gefa því gaum. Innstungur, tenglar og fjöltengi eru einnig áhættuvaldar ef þær eru ekki meðhöndlaðir á réttan hátt. Tenglar eiga að vera vel festir og klær sitja tryggilega í þeim og varna því að sambandsleysi valdi ofhitnun. 
Mikilvægt er að hafa í huga að ef þörf er á úrbótum á raflögnum þarf að sjálfsögðu að fá til verksins löggildan rafverktaka. 

Pössum jólaseríurnar og fjöltengin
Mikið álag getur verið á fjöltengjum yfir jólatímann þar sem ljósaseríur flæða um heimilið. Það er ekki gott að hlaða of mörgum tækjum á eitt fjöltengi og best er að nota tengi með rofa sem slökkt er á þegar tækin eða ljósin eru ekki í notkun. Þetta á sérstaklega við í kringum fallega skreytt jólatré sem getur auðveldlega orðið að stóru báli í kringum ótryggt rafmagn.
 
Kveikjum á perunni
Með nýjum perum og búnaði í heimahúsum er auðvelt að spara talsvert rafmagn og þar með kostnað með því að skipta út eldri perum og nota LED-perur (ljóstvista) í staðinn. Á vef Orkuseturs er reiknivél sem nota má til þess að bera saman mismunandi ljósgjafa. Samkvæmt henni er um 9 sinnum ódýrara að nota LED peru miðað við hina hefðbundu glóperu, og er hún því fljót að borga sig. Einnig eru LED perurnar taldar öruggari að því leyti að þær hitna síður og henta því einkar vel með jólaskrautinu. Allra best er þó að leita álits fagfólks þegar kemur að breytingum á lýsingu og ljósabúnaði.

Eigum rafmögnuð jól. Já og gleðileg líka!
Starfsfólk ON

Eigum rafmögnuð jól saman

Þjónusta um hátíðarnar

Eins og ávallt svörum við erindum sem snúa að hlöðum ON allan sólarhringinn um hátíðarnar.

Við vekjum hins vegar athygli á því að þjónustuver okkar verður lokað á aðfangadag og gamlársdag. Hefðbundin svörun í s. 591-2700 vegna almennra fyrirspurna og reikninga verður lokuð á þeim tíma.

Opnunartími verður óbreyttur dagana 27.-28. desember.

Gleðileg jól!

ON jól

50 hlöður sem bæta andrúmsloftið

Undefined

Mosfellingar fá hraðhleðslu

ON hefur í samstarfi við N1 tekið í notkun hraðhleðslu fyrir rafbíla í Mosfellsbæ. Það var rafbílaeigandinn og Mosfellingurinn Valgerður Fjóla Einarsdóttir sem hlóð fyrstu hleðsluna í dag, föstudaginn 14. desember.

„Það er gríðarlegur munur að fá hraðhleðslu hingað í heimahagana og þurfa ekki að leita langt yfir skammt þegar hleðslu er þörf,“ sagði Valgerður Fjóla við þessi tímamót.

Viðstödd voru, auk Valgerðar Fjólu, Guðjón Hugberg Björnsson og Hafrún Þorvaldsdóttir frá ON, Guðný Rósa Þorvarðardóttir framkvæmdastjóri N1 og Kristinn Guðmundsson verslunarstjóri Háholti í Mosfellsbæ.

Ánægjulegt samstarf og afsláttur fyrir N1 viðskiptavini

Fyrir tæpum tveimur árum gerðu ON og N1 með sér samkomulag um uppsetningu á hlöðum á þjónustustöðvum N1, sem býr yfir einu stærsta neti þjónustustöðva við vegi landsins. N1 korthafar fá 10% afslátt af mínútugjaldinu í hraðhleðslum ON á 10 þjónustustöðvum N1 víðsvegar um landið.

„Það hefur lengi verið á dagskrá að bæta við hleðslu í Mosfellsbæ og við höfum fengið margar fyrirspurnir. Það skiptir okkur hjá N1 miklu máli að svara þörfum allra okkar viðskiptavina, ekki síst þeirra sem kjósa að aka með umhverfisvænum hætti“, sagði Guðný Rósa.

Hlaðan í Mosfellsbæ er með tveimur hraðhleðslutengjum auk Type 2 hleðslutengis.

Hlöður ON og hlöður á áætlun - landið allt (pdf)

Hlöður ON og hlöður á áætlun - höfuðborgarsvæðið (pdf)

 

N1 og ON Mosfellsbæ
Valgerður, Guðný Rósa, Hafrún, Guðjón og Kristinn

Pages