Niðurstöður óháðrar úttektar liggja fyrir

Óháðri úttekt á vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar er nú lokið og voru niðurstöðurnar kynntar á blaðamannafundi í dag.

Úttektin sýnir að vinnustaðamenning og starfsánægja hjá Orku náttúrunnar er betri en almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Þá kemur einnig fram að uppsagnir fyrrverandi framkvæmdastjóra og forstöðumanns einstaklingsmarkaðar voru réttmætar.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar:

Það er gott að niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Þetta hefur verið krefjandi tími hjá starfsfólki Orku náttúrunnar en niðurstöðurnar sýna að vinnustaðarmenningin er betri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Samskipti og samstarf hafa almennt einkennst af virðingu og heiðarleika eins og starfsmannakannanir hafa sýnt en við munum hlusta á ábendingar og vinna saman að því að gera vinnustaðinn betri.

Nánar má lesa um úttektina og nálgast skýrslu innri endurskoðunar á vef OR - smelltu hér

Generic Image