Mosaviðgerðir á Nesjavöllum
🍂

Náttúra

Náttúran

Vottuð umhverfisstjórnun

Við störfum eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi.

  • ISO 9001 - gæðakerfi sem tekur á öllum þáttum starfsemi fyrirtækisins, er vottað af óháðum aðila og tekið út af sama aðila tvisvar á ári.
  • ISO 14001 - öllum umhverfismálum fyrirtækisins stýrt. Kerfið er tekið út tvisvar á ári af vottunaraðila.
  • OHSAS 18001 - alþjóðlegt vinnuöryggisstjórnunarkerfi þar sem tekið er á málefnum sem varða vinnuöryggi og heilsuvernd. Kerfið er tekið út tvisvar á ári.
  • ISO 27001 - alþjóðlegur staðall um upplýsingaöryggi sem tekur á öllum þáttum starfsemi fyrirtækisins, er vottað af BSI og tekið út af sama aðila árlega.

Uppgræðsla

Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að endurheimt náttúrulegs gróðurs og umhverfis eftir rask sem fylgdi framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun. Aðferðir á borð við jarðvinnu, fræslægju, mosadreifingu, flutning á torfum, o.fl. hafa skilað góðum árangri. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri ON, hlaut Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir brautryðjendastarf við uppgræðslu á Hellisheiði.

Mosagrautur hefur notaður í garðyrkju til að fá gamaldags útlit, t.d. á grjót. Auðvelt er að örva landnám mosa með mosagraut sem blandaður er úr súrmjólk vatni og mosa. Grauturinn límist vel við undirlagið, gerir það stöðugra og næringarríkara.

Leiðbeiningar - að gera við skemmdir á mosa

Hengillinn

Hengill er okkar athafnasvæði og þar rekum við jarðvarmavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði. Hengilssvæðið er á meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi og tengist þremur eldstöðvakerfum. Jarðhitinn í Reykjadal og Hveragerði tilheyrir elsta kerfinu, svonefndu Grensdalskerfi. Norðan þess er eldstöð kennd við Hrómundartind sem gaus síðast fyrir um 10 þúsund árum. Þeirri eldstöð tengist jarðhiti á Ölkelduhálsi. Vestast og yngst er Hengilskerfið.

Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun eru innan Hengilskerfisins. Frá ísöld hefur nokkrum sinnum gosið í Hengilskerfinu. Fyrir um tvö þúsund árum rann Nesjahraun úr Kýrdalssprungu við Nesjavelli.

Eldvirk svæði á Íslandi - myndband

Útivist

Hengilssvæðið er kjörið til útivistar allan ársins hring. Búið hefur verið í haginn fyrir útivistarfólk með neti merktra gönguleiða, samtals 100 kílómetra í lengd, auk upplýsingaskilta, gönguskála og útgáfu gönguleiðakorts. Orkuveita Reykjavíkur og forverar hennar hafa haft veg og vanda af þessu starfi síðan árið 1990, í samráði við sveitastjórnir á svæðinu.

Gönguleiðakort

Á Hengilssvæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn. Gönguleiðakortið er vinsælt meðal útvistarfólks og var síðast uppfært árið 2012 .

Mikil vinna er lögð í frágang og landgræðslu á röskuðum svæðum vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun á líkan hátt og gert var á Nesjavöllum á sínum tíma.

Gönguleiðir á Hengilssvæðinu og nágrenni

Brennisteinsvetni

1.000 metra dýpi

Í lofthreinsistöðinni eru brennisteinsvetni og koltvísýringur skilin frá jarðhitagasinu. Lofttegundirnar eru leystar upp í vatni frá virkjuninni og dælt niður á um 1.000 metra dýpi. Nýlegar rannsóknir á borkjörnum úr berggrunninum á niðurrennslissvæði CarbFix verkefnisins gefa sterklega til kynna að kenningar vísindamanna standist; að koltvísýringurinn kristallist í basalthraununum og þar með sé þessi helsta gróðurhúsalofttegund bundin í jarðlögum um fyrirsjáanlega framtíð.

Viltu vita meira

Hafðu samband ef þú hefur spurningar sem þú finnur ekki svör við á síðunni.

Hafa samband