Mosinn tekinn úr frysti

Þegar framkvæmdir hófust við Hverahlíðarlögn haustið 2014 fengum við duglegt fólk úr björgunarsveitum til að hjálpa okkur að safna mosanum ofan af lagnarstæðinu.

Mosanum var komið fyrir í frystigámi þar til framkvæmdirnar kláruðust. Nú í lok sumars 2016 tókum við mosann úr frysti og notuðum hann til að græða upp mosaþembur á framkvæmdasvæðunum. Sumarstarfsfólkið okkar í landgræðsluhópi ON dreifði mosaþúfum og mosagreinum sem munu með tímanum gróa saman og loka raskinu.

mosi-web-4.jpg
Uppgræðsla á mosa