Mosasöfnun, frumorkunýting og fleira á Vísindadegi

Góð mæting var á Vísindadag ON og Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var í dag.

Alls voru fjórtán fyrirlestrar í boði og umfjöllunarefnin fróðleg og fjölbreytileg.  Starfsemi ON á Hellisheiði og Hengilssvæðinu var gerð góð skil í erindum frá starfsfólki ON.

Hvað verður um brennisteinsvetnið?

Bjarni Már Júlíusson, forstöðumaður tækniþróunar ON, fjallaði um verkefnin sem snúa að því að þróa lausnir við hreinsun brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum.

Erindi Bjarna Más

Kolefnisfótspor rafmagns og hitaveituvatns

Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda ON og doktorsnemi við HÍ, fjallaði um rannsókn sína um frumorkustuðul og kolefnisfótspor fyrir rafmagn og hitaveituvatn sem framleitt er með jarðvarmanýtingu á Íslandi.

Erindi Mörtu

Þróun og nýsköpun í viðhaldsmálum virkjana

Sæmundur Guðlaugsson, tæknistjóri vélbúnaðar virkjana ON, fjallaði um viðhald á vélbúnaði virkjana og ávinninginn sem aukin sérfræðiþekking innan ON hefur skilað í þessum málaflokki.

Erindi Sæmundar

Endurheimt gróðurs og umhverfis

Magnea Magnúsdóttir, landgræðslustjóri ON, fjallaði um vistheimt við jarðvarmavirkjanir og þær aðferðir sem beitt er við endurheimt gróðurs og umhverfis vegna rasks við framkvæmdir.

Erindi Magneu

 

Generic Image
Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda ON