Markmiðum Plansins náð ári á undan áætlun

Markmiðum aðgerðaáætlunar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Plansins svokallaða, verður náð um næstu áramót, einu ári á undan áætlun.

Þetta kom fram á opnum ársfundi OR sem haldinn var í Gamla bíói 27. apríl 2015. Orka náttúrunnar er dótturfélag OR. 

Sjóðstaðan bætt um 50 milljarða króna

Aðgerðaáætlunin, Planið, var samþykkt vorið 2011 og fól í sér að bæta sjóðstöðu Orkuveitunnar um liðlega 51 milljarð króna fyrir árslok 2016. Í lok árs 2014 höfðu aðgerðirnar lagað fjárhagsstöðuna um tæplega 50 milljarða króna og því blasir við að markmiðum Plansins verði náð áður en árið 2015 er á enda. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunar, segir að aðgerðaáætlunina hafi reynst frábærlega í alla staði: „Metnaðarfull markmið Plansins reyndust raunhæf og hjálpuðu starfsfólki og stjórnendum Orkuveitunnar að halda skarpri sýn á megintilgang rekstursins og það hlutverk sem eigendur fyrirtækisins ætlast til að það ræki."

Sjá nánari upplýsingar um ársfund OR 2015 hér

Bjarni Bjarnason á ársfundi OR
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR