Hafa samband Netspjall

🔑

Lykillinn að léttari samgöngum

Notkunarleiðbeiningar fyrir DBT hlöður
 


Spurt og svarað um ON-lykilinn

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Á reynslutímabili sölukerfisins verður tilboðsverð á rafbílahleðslu 17,10 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund.

Kostar það sama að nota hraðhleðslu (50kW) og hleðslu?

Í hlöðum ON eru ýmist hraðhleðslur, hleðslur eða hvorutveggja. Sumar hraðhleðslur eru líka bæði með hraðhleðslutengi og hleðslutengi og er verðið það sama hvort heldur sem verið er að nota. Frístandandi minni hleðslur eru gjaldfríar enn um sinn.

Fæ ég kvittun í hvert sinn sem ég hleð?

Þú færð ekki útprentaða kvittun um leið og þú hleður. Upphæð notkunar gjaldfærist beint á kortið þitt sem þú hefur skráð á Mínum síðum þegar þú virkjaðir ON lykilinn. Þar birtis jafnframt reikningurinn.

Hvernig og hvar fæ ég afrit af reikningum?

Upplýsingar um notkun og upphæðir reiknings eru aðgengilegar á Mínum síðum ON.

Hvað geri ég ef það er einhver annar en ég sem á að greiða fyrir notkunina, t.d. fyrirtækið sem ég starfa hjá?

Virkur ON lykill er alltaf tengdur við greiðslukort. Fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um aukalykla á Mínum síðum ON,  fyrir notendur rafbíla sinna.