Hafa samband Netspjall

ON kútar í sundlaugar

Orka náttúrunnar mun leggja fjölda almenningssundlauga víðsvegar um land til armkúta fyrir börn næstu ár. Markmiðið er í senn að efla öryggi barna í sundlaugunum og vekja athygli á því að frá virkjunum ON á Hengilssvæðinu kemur meira en helmingurinn af heita vatninu í laugarnar á höfuðborgarsvæðinu.

Við rekum tvær jarðgufuvirkjanir á Hengilssvæðinu, rétt austan höfuðborgarinnar; Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Auk þess að vinna rafmagn er jarðgufan nýtt til að hita upp ferskt vatn sem leitt er í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Frá því heitavatnsframleiðsla hófst í Hellisheiðarvirkjun, árið 2010, hefur meira en helmingur heita vatnsins í hitaveituna verið sóttur í virkjanir ON.